Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur lækkað stýrivexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir – svokallaðir stýrivextir – verða 7,5 prósent. Allir nefndarmenn voru sammála um þessa lækkun, samkvæmt tilkynningu nefndarinnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar bankans.
Vextir Seðlabankans, sem hafa bein áhrif á vaxtakjör sem bjóðast íslenskum neytendum, hafa verið háir undanfarin misseri. Þeir eru enn sögulega háir, þó þeir hafi nú lækkað úr 9,25 prósentum í september á síðasta ári niður í 7,5 prósent nú.
Forsendur stýrivaxtalækkunarinnar eru tíundaðar í tilkynningu nefndarinnar. Þar er bent á að verðbólga mældist 4,2 prósent í apríl og hafi lækkað verulega frá hámarki fyrir um tveimur árum. Samkvæmt nýrri spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að verðbólga haldist nálægt 4 prósent það sem eftir er ársins en fari að hjaðna í átt að 2,5 prósent markmiði bankans á næsta ári.
Þó er óvissa enn mikil, einkum vegna þróunar í alþjóðlegum efnahagsmálum.
Innlend eftirspurn hefur …
Athugasemdir