Gera má ráð fyrir að íslenska ríkið fái 90.576.000.746 krónur að lágmarki fyrir hlut sinn í Íslandsbanka sem seldur var í opnu útboði sem lauk í dag. Ákveðið var rétt fyrir lokun útboðsins að allur eignarhlutur ríkisins – 45,2 prósent – yrði seldur en ekki aðeins þau rétt um 20 prósent sem upphaflega stóð til að selja. Ríkið hafði áskilið sér rétt til að auka hluti sem seldir yrði í útboðinu þegar það hófst.
Lágmarksverð á hlut
Lágmarksverð hluta nemur 106,56 krónum á hlut og nú er ljóst að allir 850.000.007 hlutir ríkisins í bankanum verða seldir. Einstaklingar með íslenskar kennitölur njóta forgangs við ákvörðun úthlutunar í útboðinu og er verð bréfa fast í 106,56 krónum.
Tilboð í þennan hluta útboðsins var takmarkaður við 20 milljónir króna. Verð til fagfjárfesta og þeirra sem vildu kaupa stærri hlut, ræðst af eftirspurn en verður aldrei lægri en verð til einstaklinga. Þannig má …
Athugasemdir