„Ykkar raddir munu aldrei þagna“

Guðný Gúst­afs­dótt­ir er í reglu­leg­um sam­skipt­um við 29 ein­stak­linga á Gaza. Orð þeirra snertu hana djúpt, þeg­ar þau sögðu að það væri hvorki dauð­inn, sprengj­urn­ar né hungr­ið sem væri verst held­ur þögn­in. Það að eng­inn heyri í þeim. Ykk­ar radd­ir munu aldrei þagna, var svar henn­ar.

„Ykkar raddir munu aldrei þagna“

Í fyrsta sinn í langan tíma svaf Guðný Gústafsdóttir í nótt. Svefninn hefur raskast vegna þess að þegar kallið berst frá Gaza svarar hún alltaf, hvenær sólarhringsins sem er. Hún er í reglulegum samskiptum við 29 einstaklinga þar og á bak við þá alla eru fjölskyldur í sárri neyð. 

Yousef Altawil er þeirra á meðal, 26 ára læknanemi. Orð hans hafði djúp áhrif á Guðnýju, þegar hann sagði: „Sprengjurnar og dauðinn eru ekki verst. Hungrið er ekki verst. Það sem er verst er að enginn heyrir.“ Svo voru þau alltaf fleiri sem sögðu það sama. Þögnin væri verst. Hún svarar: „Ykkar raddir munu aldrei þagna. Ykkar sögur verða sagðar. Svo lengi sem ég lifi ég mun ég segja ykkar sögu.“ 

„Þau gefast ekki upp. Á meðan þau gefast ekki upp þá getum við ekki gefist upp“

„Þau eru svo þakklát fyrir að einhver vill hlusta, því þá hafa þau ekki …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Ólafsdóttir skrifaði
    Ánægjulegt að lesa um fólk sem gefur sig í að styðja aðra og sem verður þá áræðanlega sáttara við sjálfa sig.
    Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Á ég að halda áfram að borga í UNworldfood program? núna þegar matvælin sem UN eru að reyna að flytja til GAZA. Eða hvað?? Hvað geta einstaklingar gert?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Raddir Gaza

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár