Ég heiti Nour Al-Batsh og kem frá borginni Gaza, sem er undir umsátri. Flestir íbúar hafa neyðst til að flytja til suðurhluta Gaza og aðeins fáir eru eftir.
Ég er gift, 28 ára gömul kona, með BA-gráðu í félagsráðgjöf. Eiginmaður minn, Mohammed Olwan, er sjóntækjafræðingur. Við eigum fjögurra ára gamlan son sem heitir Ziad og mjög fallega þriggja ára gamla dóttur sem heitir Julia.
Ég skrifa með hjarta fullt af sársauka og tóman maga.
Fyrst vil ég taka fram að ég hafna því sem gerðist 7. október. Við höfðum ekkert með það að gera. Hryðjuverkasamtök hafa dregið 2,3 milljón manns inn í stríð og þjóðarmorð. Við erum fórnarlömbin hér.
Bar slasað barnið á heilsugæslustöð
Heimilið okkar eyðilagðist með mjög miklum skemmdum.
Í upphafi stríðsins lögðum við á flótta og leituðum skjóls í neyðarskýlum, sem voru yfirfull af flóttafólki. Þar var ekki nægan mat að fá. Salernin voru ofnotuð. Við …
Athugasemdir