1. maí: Mánudagur og óttinn segir til sín
Hluti harms fólksins á Gaza er þöggunin. Ofsafengin tilraun Ísraela og vesturveldanna til að þurrka heila þjóð út, þegjandi og hljóðalaust.
Það má ekki gerast. Það mun ekki gerast. Við segjum sögur þeirra.
Yousef rataði beint í hjartað á mér með skrifum sínum. Nú treystir hann sér ekki í mynd. Hann er orðinn þungur.
Noor, Mohammed og litlu börnin þeirra tvö voru enn á Norður-Gaza með börnin og blokkin var sprengd upp. Þau voru eina íbúðin sem slapp. Drónarnir æddu um eins og soltnar skepnur og leituðu að þeim í marga daga og vikur. Þau lágu á gólfinu með börnin sín, sussuðu á þau svo drónarnir fyndu þau ekki. Mohammed skreið á maganum eftir mat og vatni. Dag eftir dag, viku eftir viku. Að lokum náði hann í vatn í klósettinu. Það var allt annað búið.
Imad er ekki vel staddur. Hann …
En lítið heyrist um gagnrýni á Hamas. Þeir ættu að sjá sóma sinn að viðurkenna ósigur að þessu sinni. Að þeir gera það ekki sýnir best að þeim er sama um palestínska þjóð heldur nota fólk sitt sem píslarvotta.
Fyrir utan þá eindæma heimsku að byrja þetta stríð þegar almenningur í Israel reis upp gegn Netanyahu. Sá væri etv ekki lengur forsætisráðherra.