Þjóðminjasafnið auglýsti nýverið eftir kynningarstjóra og stendur ráðningarferli yfir. „Starfið felst í að efla sýnileika safnsins, styrkja ímynd þess, annast markaðssetningu og miðla starfseminni á lifandi og aðgengilegan hátt til almennings. Kynningarstjóri ber jafnframt ábyrgð á vefsíðu safnsins og öðrum stafrænum miðlum þess,“ segir í auglýsingunni sem var birt vegna starfsins en umsóknarfrestur rann út þann 14. apríl.
Aðhaldskrafa og samdráttur
RÚV greindi frá því þann 7. maí að fjórum starfsmönnum Þjóðminjasafnsins hafi verið sagt upp daginn áður, þar af þremur fornleifafræðingum. Þessu til viðbótar hafi staða ræstitæknis verið lögð niður en ekki hefur verið fastur starfsmaður í ræstingum hjá Þjóðminjasafninu í nokkurn tíma. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður sagði þá að vegna hagræðingarkröfu þurfi að fækka starfsfólki, og hún ítrekar það í svari til Heimildarinnar.
„Nýafstaðnar breytingar eru til komnar vegna breyttrar verkefnastöðu hjá Þjóðminjasafninu samhliða kröfum stjórnvalda um aðhald í ríkisrekstri, auknum útgjöldum vegna nýs stofnanasamnings og samdrætti í tekjum, …
Forstjórinn er greinilega alveg með þetta.