Þjóðminjasafnið ræður kynningarstjóra til að auka hagræði

Ráðn­ing kynn­ing­ar­stjóra er lið­ur í þeim hag­ræð­ing­ar­að­gerð­um sem standa yf­ir á Þjóð­minja­safn­inu að sögn þjóð­minja­varð­ar. Þrem­ur forn­leifa­fræð­ing­um var sagt upp hjá safn­inu í byrj­un mán­að­ar. Hlut­verk kynn­ing­ar­stjóra er með­al ann­ars að styrkja ímynd Þjóð­minja­safns­ins.

Þjóðminjasafnið ræður kynningarstjóra til að auka hagræði
Harpa Þórsdóttir var sett þjóðminjavörður árið 2022. Þá var gagnrýnt að staðan hefði ekki verið auglýst. Mynd: Stjórnarráðið

Þjóðminjasafnið auglýsti nýverið eftir kynningarstjóra og stendur ráðningarferli yfir. „Starfið felst í að efla sýnileika safnsins, styrkja ímynd þess, annast markaðssetningu og miðla starfseminni á lifandi og aðgengilegan hátt til almennings. Kynningarstjóri ber jafnframt ábyrgð á vefsíðu safnsins og öðrum stafrænum miðlum þess,“ segir í auglýsingunni sem var birt vegna starfsins en umsóknarfrestur rann út þann 14. apríl. 

Aðhaldskrafa og samdráttur

RÚV greindi frá því þann 7. maí að fjórum starfsmönnum Þjóðminjasafnsins hafi verið sagt upp daginn áður, þar af þremur fornleifafræðingum. Þessu til viðbótar hafi staða ræstitæknis verið lögð niður en ekki hefur verið fastur starfsmaður í ræstingum hjá Þjóðminjasafninu í nokkurn tíma. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður sagði þá að vegna hagræðingarkröfu þurfi að fækka starfsfólki, og hún ítrekar það í svari til Heimildarinnar. 

„Nýafstaðnar breytingar eru til komnar vegna breyttrar verkefnastöðu hjá Þjóðminjasafninu samhliða kröfum stjórnvalda um aðhald í ríkisrekstri, auknum útgjöldum vegna nýs stofnanasamnings og samdrætti í tekjum, …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Út með fornleifafræðingana og inn með kynningarstjórann, þá ætti reksturinn að batna.
    Forstjórinn er greinilega alveg með þetta.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár