Þriðja umferð í einkavæðingu Íslandsbanka hófst klukkan hálf níu í morgun. Íslenska ríkið – sem á 45,2 prósenta hlut í bankanum – ætlar að selja að minnsta kosti 20 prósenta hlut. Ef eftirspurn verður mikil gæti farið svo að allur hlutur ríkisisn verði seldur í þessari umferð. Þetta kemur fram í tilkynningu og útboðslýsingu sem birt hefur verið á vef stjórnarráðsins.
Íslenska ríkið er langstærsti einstaki hluthafinn í bankanum en restin af bankanum er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
Þrjár tilboðsbækur eru notaðar í þessari umferð einkavæðingarinnar. Fyrsta bókin er ætluð einstaklingum með íslenska kennitölu. Fast verð hlutanna þar er 106,56 krónur á hlut. Tilboð einstaklinga í ríkishlutina þurfa að vera að lágmarki 100 þúsund krónur en að hámarki 20 milljónir. Markaðsverð hluta í bankanum var við lokun markaði í gær 114,5 krónur á hlut.
Verð bréfa í hinum tilboðsbókunum ræðst af eftirspurn en verður ekki lægra en 106,56 …
Athugasemdir