Nýlega hélt Félag leikskálda og handritshöfunda opinn fund undir nafninu „Þarf alltaf að vera lík?“ sem er ekki bara hnyttinn titill heldur vísbending um ástandið í bransanum. Krimmar tröllríða bókmennta- og sjónvarpsheiminum um þessar mundir en leikhúsið glímir við annars konar höfundarvanda sem má skipta í tvo liði: Viðvarandi skort á fjárstuðningi til leikskálda og fjölþætt plássleysi fyrir ný íslensk leikrit.
Leikritið er skrýtin skrúfa
Þess ber að geta áður en lengra er haldið að aðlaganir á skáldsögum fyrir leiksvið falla utan efnistaka þessa pistils enda er þar um að ræða annars konar list og annars konar hæfni. Einnig er mikilvægt að nefna að pistlahöfundur er ekki að tilkynna dauða íslenska leikritsins enda lifir það ágætis lífi í fjölbreyttum formum.
Ekkert lát er á vinsældum íslenskra gamanleikrita og söngleikja. Eltum veðrið gengur enn þá fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu en margir höfundar komu þar við sögu líkt og í Tómri …
Athugasemdir