Ekki viðkvæmir einkahagsmunir að óska eftir fundi

Mál sem op­inn fund­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í morg­un sner­ist um heit­ir í mála­skrá for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins „Við­tals­beiðni við ráð­herra.“ Fyrr­ver­andi tengda­móð­ir barns­föð­ur Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur sak­ar ráðu­neyt­ið um að hafa brot­ið trún­að en því neit­ar for­sæt­is­ráð­herra.

Ekki viðkvæmir einkahagsmunir að óska eftir fundi
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat fyrir svörun í morgun á opnum fundi hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Mynd: Golli

„Það eru ekki metnir sem viðkvæmir einkahagsmunir að óska eftir fundi,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Tilefni fundarins var meðferð forsætisráðuneytisins á erindi um persónulegt málefni þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Formaður nefndarinnar, Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, boðaði til fundarins. 

Fram hefur komið í fjölmiðlum að það var fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu hafði haft samband við forsætisráðuneytið og óskaði eftir fundi með forsætisráðherra. Konan hafi í erindi sínu sagt að málið snerist um mennta- og barnamálaráðherra og tekið fram að hún mætti einnig sitja fundinn. Aðstoðarmaður forsætisráðherra hafði í framhaldinu samband við aðstoðarmann barna- og menntamálaráðherra og miðlaði þar upplýsingum um nafn, símanúmer og heimilisfang konunnar. Hún hefur síðan sakað forsætisráðuneytið um trúnaðarbrest vegna þessa. 

Vildi afsögn Ásthildar Lóu

Síðar kom í ljós að það sem konan hugðist ræða á fundi með Kristrúnu, og eftir atvikum Ásthildi Lóu, var að sú síðarnefnda hafi eignast barn með 16 ára dreng þegar hún var 23 ára, en þau hafi starfað saman í unglingastarfi trúfélagsins Trú og líf. Vegna þessa misbauð konunni að Ásthildur Lóa væri orðinn barnamálaráðherra og vildi krefjast afsagnar hennar. 

Þessi fundur hafði ekki verið haldinn þegar RÚV greindi frá því þann 20. mars að Ásthildur Lóa hafi „fyrir þremur áratugum, átt í ástarsambandi við 15 ára pilt og eignast með honum son. Piltinum kynntist hún þegar hún leiddi kristilegt unglingastarf. Barnsfaðir hennar sakar hana um tálmun en Ásthildur Lóa hafnar þeim ásökunum,“ og síðar sama dag að hún ætlaði að segja af sér ráðherraembætti. 

Í framhaldinu sagði konan frá því að Ásthildur Lóa hafi mætt heim til konunnar og reynt að hringja í hana, eftir að konan hafði sent erindið til forsætisráðuneytisins. Þannig hafði Ásthildur Lóa nýtt sér þær upplýsingar sem aðstoðarmaður hennar fékk frá aðstoðarmanni forsætisráðherra; nafn og heimilisfang konu sem óskaði eftir fundi með ráðherrunum. 

Konan hefur sagt að sér hafi verið brugðið að Ásthildur Lóa hafi komið heim til sín og hefur kvartað til Persónuverndar vegna meðferðar forsætisráðuneytisins á meðferð þeirra upplýsinga sem hún lét því í té. 

Skráð í málaskrá sem viðtalsbeiðni

Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í  morgun neitaði Kristrún því að ráðuneytið hafi brotið trúnað, en það hefur hún áður sagt opinberlega. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði á fundinum hvað málið heiti í málaskrá forsætisráðuneytisins og fékk þau svör frá Kristrúnu að málið héti „Viðtalsbeiðni við ráðherra.“

Þá sagði Kristrún að það teldust ekki viðkæmar persónuupplýsingar að óska eftir fundi með ráðherra, en konan hafi gefið upp nafn sitt og tengiliðaupplýsingar þegar hún hafði samband við ráðuneytið til að auðkenna sig og í því skyni að hægt væri að hafa samband við hana vegna erindisins. Ekkert hafi komið fram upphaflega að málið varðaði viðkvæma persónulega hagi mennta- og barnamálaráðherra. Kristrún sagðist einnig hafa fengið það staðfest að enginn starfsmaður forsætisráðuneytisins hafi heitið konunni trúnaði símleiðis, eins og konan hefur haldið fram. 

Kristrún sagði ennfremur á fundinum að persónuverndarfulltrúi ráðuneytisins hafi verið búinn að ákveða að taka málið upp sérstaklega eftir að konan sakaði ráðuneytið um að brjóta trúnað en hún hafi síðan sjálf vísað því til Persónuverndar, þar sem það er núna til umfjöllunar.

Leitaði að konunni á Facebook

Eftir að Ásthildur Lóa sagði af sér ráðherraembætti sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagðist ekki hafa áttað sig á því hvaða kona þetta, þegar henni hafi verið greint frá nafni konunnar sem óskaði eftir fundinum. Ásthildur Lóa hafi hins vegar síðan leitað hana uppi á Facebook, og sagðist vona að enginn lasti sig fyrir að vera forvitin um hver konan væri og um hvað málið snerist. Þá sagði í yfirlýsingunni:  „Eftir að hafa leitað fyrir mér sé ég að hún og barnsfaðir eldra sonar míns voru vinir á Facebook. Mig fór því að renna í grun um hvaða mál hún vildi tala án þess að ég vissi nokkuð um hver tengsl þessarar konu og barnsföðurins væru.“ Það var síðan í framhaldi af því sem Ásthildur fór heim til konunnar og hringdi í hana, en það framferði hefur Kristrún fordæmt og gerði aftur á fundinum í morgun. 

Þann 24. mars var greint frá því að Ásthildur Lóa væri komin í leyfi frá þingstörfum og var varamaður hennar kallaður inn.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár