„Fullkominn vanvirða við þorpin, fullkominn vanvirða við heilbrigða skynsemi“

Elías Pét­urs­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Fjalla­byggð­ar og Sjálf­stæð­is­mað­ur alla tíð, seg­ir að sér mis­bjóði aug­lýs­ing­ar Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og að þær sýni „æv­in­týra­leg­an hroka þeirra sem tóku lífs­björg­ina frá þorp­un­um“

„Fullkominn vanvirða við þorpin, fullkominn vanvirða við heilbrigða skynsemi“

Sjónvarpsauglýsingar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, hafa vakið töluverða athygli að undanförnu en sitt sýnist hverjum. Í auglýsingunum er sjónum beint að þorpum á landsbyggðinni og talað eins og farsæld þar sé byggð á sjávarútvegi. Auglýsingarnar tóku að birtast eftir að ríkisstjórnin lagði fram frumvarp um breytingar á veiðigjaldinu. Hanna Katrín Frið­riks­son at­vinnu­vega­ráð­herra kall­ar breyt­ing­arn­ar „leið­rétt­ingu“ sem koma eigi til móts við ákall þjóð­ar­inn­ar um eðli­legt gjald úr­gerð­ar­fyr­ir­tækja af auð­lind­inni.

Frumvarpið var kynnt á blaðamannafundi í lok mars en áður en fundurinn hófst sendi SFS frá sér tilkynningu þar sem þau sögðu að „verði þessi breyting að veruleika, þá verða áhrifin dapurleg,“

Víxlinn hafi fallið á íbúa

Elías Pétursson, fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar, er einn þeirra sem hefur lagt orð í belg . „Með breytingum á stjórn fiskveiða voru verðmæti færð frá þorpum og þorpsbúum til handhafa fiskveiðiheimilda. Meðan kvótahafar fengu notið verðmætanna þurftu aðrir að borga. Í tilviki þorpanna féll víxillinn á íbúana. Á sama tíma og virði fasteigna þorpsins lækkaði jókst virði hins framseljanlega kvóta. Það er nefnilega þannig að tilfærsla verðmæta frá einum aðila til annars, af mannavöldum, hefur mikil áhrif á öll samfélög – langt umfram það sem nokkurn getur órað fyrir,“ skrifar Elías í færslu á Facebook sem hefur hlotið nokkra dreifingu. 

Hann fjallar síðan um „hinar athyglisverðu auglýsingar SFS“ og segir rétt að rifja upp að þorpin hafi verið til áður en fiskveiðistjórnunarkerfinu var breytt. Þar hafi mörgum vegnað afar vel og umræðan áhrifamikil, en aldrei þannig að fólk hafi almennt átt á hættu að missa vinnuna vegna skoðana sinna: „Það var sjaldnast þannig að einn aðili ætti þorpið.“

„Þorpin töpuðu“

Þá bendir Elías á að kvótahafar dagsins í dag séu fyrst og fremst aðilar sem njóti góðs af afrakstri þeirra sem á undan komu. 

„Tíminn er breyttur. Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir. Tækifærin hurfu. Verðmæti eigna þorpanna urðu lítil sem engin. Sem betur fer er þetta að breytast. Ferðaþjónusta og tækniframfarir hafa skapað ný tækifæri í þorpunum. Þorpin, sem töpuðu, eru mörg hver að taka við sér eftir hrylling kvótakerfisins.

Það er af þessum ástæðum sem auglýsingar SFS hreinlega misbjóða mér. Auglýsingarnar bera vitni um ævintýralegan hroka þeirra sem tóku lífsbjörgina frá þorpunum en kalla nú eftir ásjá þeirra og aðstoð þegar sanngjörn krafa er gerð um eðlilegt afgjald kvótahafanna til samfélagsins. Sorglegt,“ skrifar Elías. 

Ung fólk vélað til þátttöku

Honum misbýður sérstaklega að í auglýsingum SFS birtist ungt fólk, sem hann talar um að hafi verið „vélað“ til þátttöku í þeim en „mun ekki geta útskýrt aðkomu sína að þeim eftir nokkur ár. Þetta má kalla misnotkun á ungu fólki. Það er rangt að ekkert líf hafi verið til staðar áður en kvótaverðmætin voru færð til útvalinna eins og haldið er fram í auglýsingunum. Það er ákaflega slæmt að vera á þeim stað í lífinu að telja sig þurfa að selja sálu sína stórfyrirtæki þorpsins til að komast af; að telja að allt líf í þorpinu sé afleiða starfsemi stórfyrirtækisins sem auðveldlega getur ákveðið að flytja öll verðmætin burt á einni nóttu. Það er afleitt að staða þorpsins sé sú að verkstjórinn í fyrirtækinu sé miðja samfélagsins. Þá er rétt að flytja. Við þessar aðstæður er ágætt að rifja upp að íþróttahús þorpsins var gefið af dönum, en ekki kvótahöfum. Annað er sögufölsun,“ skrifar Elías. 

Hann tekur fram að hann hafi verið Sjálfstæðismaður allt sitt líf og sig gruni að nú séu þingmenn flokksins að hlaða í málþóf í þágu kvótahafa „og aðra viðlíka vanvirðu við lýðræðið. Mér þætti miður ef grunur minn reynist réttur, en óttast það.“

Elías lýkur pistlinum með því að segja: „Hvað sem öðru líður bið ég um vinsamlegast um að mér verði hlíft við þessum makalausa áróðri SFS því hann er fullkominn vanvirða við þorpin, fullkominn vanvirða við heilbrigða skynsemi, fullkomin vanvirða við samfélagið sem við byggjum og fullkomin vanvirða við söguna - en segir afar mikið um þá sem bera áróðurinn fram og fjármagna.“

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár