Heimilin leita meira til lífeyrissjóða – Verðtryggð húsnæðislán í sókn

Heim­ili leita í aukn­um mæli til líf­eyr­is­sjóða fyr­ir verð­tryggð lán til hús­næð­is­kaupa, þar sem lægstu breyti­legu vext­irn­ir eru pró­sentu­stigi lægri en hjá bönk­un­um. Líf­eyr­is­sjóðslán eru hins veg­ar í mörg­um til­fell­um ekki full­nægj­andi fjár­mögn­un­ar­kost­ur fyr­ir fólk með lít­ið eig­ið fé.

Heimilin leita meira til lífeyrissjóða – Verðtryggð húsnæðislán í sókn

Vísbendingar eru um aukna ásókn í óverðtryggð lán til húsnæðiskaupa, samhliða lægri vöxtum á slíkum lánum. Samkvæmt nýjum Hagvísum Seðlabankans eru 44% af heildarfjárhægð nýrra fasteignalána til heimila var óverðtryggð í desember og janúar, en hlutdeild óverðtryggðra lána var að jafnaði 27% ellefu mánuði þar á undan. 

Þrátt fyrir að kaupsamningum hefur fjölgað á milli mánaða á þessu ári drógust hrein ný íbúðalán fjármálastofnana til heimila saman um 13% á milli janúar- og febrúarmánaðar. Í febrúar námu lánin alls 8,8 milljörðum króna og bendir það til þess að kaupendahópur fasteigna í febrúar hafi ekki verið eins háður lántöku við fjármögnun á fasteignakaupum. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS.

Fjármagna íbúðakaup með verðtryggðum lánum

Hrein ný verðtryggð íbúðalán námu 7,3 milljörðum króna hjá bönkunum og 9,5 milljörðum króna hjá lífeyrissjóðunum. Til frádráttar koma hins vegar uppgreiðslur á óverðtryggðum íbúðalánum, sem námu 7,1 milljörðum króna hjá bönkunum, en nær engar uppgreiðslur voru á óverðtryggðum lánum hjá lífeyrissjóðum.

Hrein ný lántaka var því töluverð hjá lífeyrissjóðunum, vegna ásóknar í verðtryggð lán. Hún var aftur á móti mjög lítil hjá bönkunum, þar sem álíka mikið var greitt upp af óverðtryggðum lánum og tekið var að láni í nýjum hreinum verðtryggðum lánum.

Samkvæmt mánaðaskýrslu HMS er bestu vaxtakjörin á verðtryggðum lánum þessa stundina að finna hjá lífeyrissjóðunum. Líkt og myndin sýnir hér að neðan eru lægstu breytilegu vextir á verðtryggðum íbúðalánum um einu prósentustigi lægri hjá lífeyrissjóðum en hjá bönkunum.

Breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum hjá stærstu þremur bönkunum eru á bilinu 4 til 7% á meðan slíkir vextir hjá lífeyrissjóðum eru á bilinu 3 til 6%. Lægstu breytilegu óverðtryggðir vextir á íbúðalánum eru hins vegar í kringum 8% hjá bæði lífeyrissjóðum og bönkum.

Tiltölulega lág veðsetningarhlutföll hjá lífeyrissjóðum og hækkandi íbúðaverð gera það hins vegar að verkum að lífeyrissjóðslán eru í mörgum tilfellum ekki fullnægjandi fjármögnunarkostur fyrir fólk með lítið eigið fé. Kaupendahópur í febrúar var síður háður fjármögnun á íbúðamarkaði sem skýrir einnig að hluta til aukna aðsókn í verðtryggð íbúðalán hjá lífeyrissjóðum.

Til þess að hægt sé að bera saman vexti á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum verður að skoða raunvexti óverðtryggðra lána, þ.e. vexti að teknu tilliti til verðbólgu. Raunvextir hafa hækkað skarpt undanfarin tvö ár og munur á raunvöxtum óverðtryggðra og verðtryggðra lána minnkað töluvert. Í dag eru raunvextir óverðtryggðra lána 4,3%⁷ og verðtryggðir vextir 4,5%.

Munurinn á lánsformunum er að afborganir af verðtryggðum lánum eru lægri í upphafi lánstímans en höfuðstóllinn lækkar hægar þar sem verðbætur leggjast við höfuðstól lánsins. Vextir á óverðtryggðum lánum greiðast hins vegar að fullu í hvert sinn sem þarf að greiða af láninu og leggjast ekki við höfuðstólinn. Af þeim sökum er greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum þyngri í upphafi en lækkar eftir því sem líður á lánstímann.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár