Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Heimilin leita meira til lífeyrissjóða – Verðtryggð húsnæðislán í sókn

Heim­ili leita í aukn­um mæli til líf­eyr­is­sjóða fyr­ir verð­tryggð lán til hús­næð­is­kaupa, þar sem lægstu breyti­legu vext­irn­ir eru pró­sentu­stigi lægri en hjá bönk­un­um. Líf­eyr­is­sjóðslán eru hins veg­ar í mörg­um til­fell­um ekki full­nægj­andi fjár­mögn­un­ar­kost­ur fyr­ir fólk með lít­ið eig­ið fé.

Heimilin leita meira til lífeyrissjóða – Verðtryggð húsnæðislán í sókn

Vísbendingar eru um aukna ásókn í óverðtryggð lán til húsnæðiskaupa, samhliða lægri vöxtum á slíkum lánum. Samkvæmt nýjum Hagvísum Seðlabankans eru 44% af heildarfjárhægð nýrra fasteignalána til heimila var óverðtryggð í desember og janúar, en hlutdeild óverðtryggðra lána var að jafnaði 27% ellefu mánuði þar á undan. 

Þrátt fyrir að kaupsamningum hefur fjölgað á milli mánaða á þessu ári drógust hrein ný íbúðalán fjármálastofnana til heimila saman um 13% á milli janúar- og febrúarmánaðar. Í febrúar námu lánin alls 8,8 milljörðum króna og bendir það til þess að kaupendahópur fasteigna í febrúar hafi ekki verið eins háður lántöku við fjármögnun á fasteignakaupum. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS.

Fjármagna íbúðakaup með verðtryggðum lánum

Hrein ný verðtryggð íbúðalán námu 7,3 milljörðum króna hjá bönkunum og 9,5 milljörðum króna hjá lífeyrissjóðunum. Til frádráttar koma hins vegar uppgreiðslur á óverðtryggðum íbúðalánum, sem námu 7,1 milljörðum króna hjá bönkunum, en nær engar uppgreiðslur voru á óverðtryggðum lánum hjá lífeyrissjóðum.

Hrein ný lántaka var því töluverð hjá lífeyrissjóðunum, vegna ásóknar í verðtryggð lán. Hún var aftur á móti mjög lítil hjá bönkunum, þar sem álíka mikið var greitt upp af óverðtryggðum lánum og tekið var að láni í nýjum hreinum verðtryggðum lánum.

Samkvæmt mánaðaskýrslu HMS er bestu vaxtakjörin á verðtryggðum lánum þessa stundina að finna hjá lífeyrissjóðunum. Líkt og myndin sýnir hér að neðan eru lægstu breytilegu vextir á verðtryggðum íbúðalánum um einu prósentustigi lægri hjá lífeyrissjóðum en hjá bönkunum.

Breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum hjá stærstu þremur bönkunum eru á bilinu 4 til 7% á meðan slíkir vextir hjá lífeyrissjóðum eru á bilinu 3 til 6%. Lægstu breytilegu óverðtryggðir vextir á íbúðalánum eru hins vegar í kringum 8% hjá bæði lífeyrissjóðum og bönkum.

Tiltölulega lág veðsetningarhlutföll hjá lífeyrissjóðum og hækkandi íbúðaverð gera það hins vegar að verkum að lífeyrissjóðslán eru í mörgum tilfellum ekki fullnægjandi fjármögnunarkostur fyrir fólk með lítið eigið fé. Kaupendahópur í febrúar var síður háður fjármögnun á íbúðamarkaði sem skýrir einnig að hluta til aukna aðsókn í verðtryggð íbúðalán hjá lífeyrissjóðum.

Til þess að hægt sé að bera saman vexti á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum verður að skoða raunvexti óverðtryggðra lána, þ.e. vexti að teknu tilliti til verðbólgu. Raunvextir hafa hækkað skarpt undanfarin tvö ár og munur á raunvöxtum óverðtryggðra og verðtryggðra lána minnkað töluvert. Í dag eru raunvextir óverðtryggðra lána 4,3%⁷ og verðtryggðir vextir 4,5%.

Munurinn á lánsformunum er að afborganir af verðtryggðum lánum eru lægri í upphafi lánstímans en höfuðstóllinn lækkar hægar þar sem verðbætur leggjast við höfuðstól lánsins. Vextir á óverðtryggðum lánum greiðast hins vegar að fullu í hvert sinn sem þarf að greiða af láninu og leggjast ekki við höfuðstólinn. Af þeim sökum er greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum þyngri í upphafi en lækkar eftir því sem líður á lánstímann.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár