Jórunn Sigurðardóttir hefur um árabil sótt Alþjóðlegu bókmenntahátíðina í Reykjavík, fjallað markvisst um hana í Ríkisútvarpinu og tekið ógrynni viðtala við höfunda jafnt sem gesti. Hátíðin er 40 ára í ár en sú fyrsta var haldin árið 1985. Jórunn missti af fyrstu hátíðunum þar sem hún var búsett erlendis á þeim tíma en eftir að hún flutti heim lét hún sig aldrei vanta. „Ég fylgdist samt vel með þessari fyrstu hátíð og næstu, þrátt fyrir að búa erlendis. Ég fékk Þjóðviljann í pósti og svo þekkti ég þessa stráka sem voru að atast í þessu: Halldór Guðmundsson, Örnólf Thorsson, Sigurð Valgeirsson og Einarana. Þetta eru allt jafnaldrar mínir og sumir hverjir góðir vinir,“ segir hún.
Bókmenntahátíð var framan af haldin að hausti til en síðar færðist hún yfir á vor. „Ég man að okkur fjölmiðlafólki þóttu þessar hausthátíðir svolítið erfiðar því þá voru jólabækurnar að byrja að koma út. Það …
Athugasemdir