„Eins og það sé alltaf sól á bókmenntahátíð“

„Í bók­mennt­un­um lifa til­finn­ing­arn­ar,” seg­ir ein reynslu­mesta út­varps­kona Ís­lands: Jór­unn Sig­urð­ar­dótt­ir – sem hef­ur í marga ára­tugi fylgst með Al­þjóð­legri bók­mennta­há­tíð í Reykja­vík. Hún seg­ir að við þurf­um á til­finn­inga­sam­neyti að halda og auð­vit­að sam­töl­um.

„Eins og það sé alltaf sól á bókmenntahátíð“
Jórunn Sigurðardóttir Fyrsta hátíðin sem Jórunn tók fullan þátt í var árið 1992. Þá komu hingað meðal annarra Christoph Ransmayr, Péter Esterházy og Hans Magnus Enzensberger. „Þetta var alveg gríðarlega skemmtileg hátíð og mikill gleðskapur.“ Mynd: Golli

Jórunn Sigurðardóttir hefur um árabil sótt Alþjóðlegu bókmenntahátíðina í Reykjavík, fjallað markvisst um hana í Ríkisútvarpinu og tekið ógrynni viðtala við höfunda jafnt sem gesti. Hátíðin er 40 ára í ár en sú fyrsta var haldin árið 1985. Jórunn missti af fyrstu hátíðunum þar sem hún var búsett erlendis á þeim tíma en eftir að hún flutti heim lét hún sig aldrei vanta. „Ég fylgdist samt vel með þessari fyrstu hátíð og næstu, þrátt fyrir að búa erlendis. Ég fékk Þjóðviljann í pósti og svo þekkti ég þessa stráka sem voru að atast í þessu: Halldór Guðmundsson, Örnólf Thorsson, Sigurð Valgeirsson og Einarana. Þetta eru allt jafnaldrar mínir og sumir hverjir góðir vinir,“ segir hún. 

Bókmenntahátíð var framan af haldin að hausti til en síðar færðist hún yfir á vor. „Ég man að okkur fjölmiðlafólki þóttu þessar hausthátíðir svolítið erfiðar því þá voru jólabækurnar að byrja að koma út. Það …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bókmenntahátíð 2025

Kátt í höllinni
MyndirBókmenntahátíð 2025

Kátt í höll­inni

Al­þjóð­leg bók­mennta­há­tíð í Reykja­vík var sett mið­viku­dag­inn 23. apríl síð­ast­lið­inn í Safna­hús­inu. Stella Soffía Jó­hann­es­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri há­tíð­ar­inn­ar, bauð gesti og gang­andi vel­komna. Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra og Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar, héldu ræð­ur við til­efn­ið, sem og einn upp­hafs­manna há­tíð­ar­inn­ar fyr­ir 40 ár­um, Knut Ødegård.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár