Bækur og blóðrauðar rósir – hátíð sem Ísland þarf

Eins kon­ar fag­ur­fræði setti svip sinn á Reykja­vík á veg­um Al­þjóð­legu bók­mennta­há­tíð­ar­inn­ar þeg­ar í fyrsta sinn var hald­ið upp á dag bóka og rósa, dag dýr­lings­ins Sant Jordi, á veit­inga­staðn­um La Barceloneta, við hlið Al­þing­is­húss­ins. Rætt við bóka­konu gjörkunn­uga Barcelona um þenn­an dá­semd­ar­dag!

Bækur og blóðrauðar rósir – hátíð sem Ísland þarf
Dagur rósa og bóka á veitingastaðnum La Barseloneta var fyrsti viðburðurinn á bókmenntahátíðinni í ár. Mynd: Golli

Dagurinn tilheyrir rótgrónari hefðum Katalóníubúa og honum er fagnað á alþjóðlegum degi bókarinnar, 23. apríl, ár hvert. Hátíðin sameinar menningu og rómantík, en á þessum degi tvinna Katalóníubúar saman dag bókarinnar og Valentínusardaginn. Hefðbundið er að pör skiptist þá á gjöfum, karlmenn voru vanir að fá bók en konur fengu rós. En í takt við nýja tíma fá nú bæði karlmenn og konur bækur og rósir. 

Vonandi verður hátíðin árleg hér eftir á La Barceloneta – og víðar á Íslandi! – en á degi bókarinnar voru þar til sölu bækur frá fornbókaveröldinni Kanínuholunni til sölu og allt flæddi í rósum, hamingjustunda-tilboði og fegurð. 

„Allir eru að hugsa og tala um bækur“

Útgáfustjóri Forlagsins, Hólmfríður Matthíasdóttir, sem oft er kölluð Úa, hefur búið áratugum saman í Barcelona, þangað sem hún flutti kornung. Raunar starfaði hún við bókaútgáfu á Spáni í um sextán ár, frá 1990 til ársins 2006. Hún segir dag bóka og rósa vera eins konar jólabókaflóð á einum degi fyrir bókaútgefendur í Barcelona. 

„Þetta er dásamleg hátíð, vorið er komið og borgin fyllist af bóksölustöndum. Svo er fólk að selja rósir, allt meira eða minna rauðar rósir, og stemningin er einstök. Fólk flykkist út á götu, allir sem vettlingi geta valdið, heilu fjölskyldurnar, og skoða bækurnar. Síðan eru höfundar að árita þannig að þú getur hitt uppáhaldshöfundinn þinn og fengið hann til að árita bók og það eru langar raðir hjá þeim vinsælustu,“ segir Úa og bætir við að fyrir manneskju sem starfi í bókaheiminum, þá sé svo gaman að upplifa þetta: „… því allir eru að hugsa og tala um bækur.“ Þá nefnir hún jafnframt þessi samskipti milli lesenda og höfunda sem eigi sér stað. 

Blóðrauðar rósirÁ alþjóðlegum degi bókarinnar flæða rósir eins og blóð dýrlings um götur Barcelona.

„Þetta er ein allsherjar bókaveisla“

Þá berst talið að öllum blómunum. „Það er vor og þú ert að gefa rósir sem eru ástartákn. Þú ert að gefa þeim sem þér þykir vænt um rósir og bækur, gróður og menningu. Og það er svo fallegt. En þetta stendur á mjög gömlum merg því á þessum degi var hefð alveg frá því á 16. öld að vera með rósamarkað. Rósirnar tengjast Sant Jordi sem er verndardýrlingur Katalóníu og þetta er hátíðisdagur hans. Og svo í kringum heimssýningu í Barcelona, árið 1929, byrja bóksalar líka að fara út með bækur og selja þær. Þá verður til þessi hefð, þessi mikla bókaveisla.“

Hún segir að haldið sé upp á daginn víða í Katalóníu en hátíðarhöldin sjáist sérstaklega vel í Barcelona því þar sé svo mikil bókaútgáfa. „Barcelona er ein aðalútgáfuborgin á Spáni.“

Bæði ástin og blóðiðHólmfríður minnir á að rósirnar séu líka blóðið, liturinn á rósunum. „Þær eru rauðar því þær eru bæði ástin og blóðið.“

„Rósirnar eru líka blóðið“

Hólmfríður segir það skemmtilegt að þau sem standa fyrir þessu tengist Spáni en tvenn hjón, að hálfu spænsk og hálfu íslensk, eiga La Barceloneta, auk matreiðslumeistarans Pedro sem hefur rekið veitingastaði í Torrevieja og býr yfir margra áratuga reynslu af matreiðslu. Þess má geta að fyrir nokkru hlaut La Baceloneta viðurkenningu frá spænskum stjórnvöldum fyrir að bjóða upp á ekta gæðahráefni frá Spáni. Þá nefnir Hólmfríður Dag Pétursson, einn eigenda staðarins, en hann sameinar þessa tvo menningarheima, þann íslenska og þann katalónska, því faðir hans, Pétur, sem nú er látinn, bjó lengst af í Barcelona, en móðirin er spænsk. Það sé gaman að Dagur sé að flytja katalónska menningu til Íslands.

Svo minnir hún á að:  „… rósirnar eru líka blóðið, liturinn á rósunum, þær eru rauðar því þær eru bæði ástin og blóðið.“

„Í raun og veru er þetta af sama meiði og jólabókahefðin okkar. Svo falleg hefð og svo gaman að þau skuli vera að koma með þetta til Íslands.
Hólmfríður Matthíasdóttir

„Líka ástarjátning að gefa bækur“

Hún segir Katalóníubúa oft vera með Sant Jordi og drekann, í tilefni dagsins, mikið sé gert úr því: „Það var sá Jordi eða Georg sem barðist við dreka og hafði betur. Svo maður veit ekki hvort blóðið er drekablóð eða tilvísun í blóðið sem vætlaði úr Jordi. Hann var píslarvottur, pyntaður fyrir trú sína.“

Eitthvað fyrir skáldlegt ímyndunarafl að skera úr um? 

„Já, ætli það ekki. Það er þarna sterk saga.“

Hvað með rómantíkina?

„Einhver rómantík er alltaf fólgin í því að gefa þeim sem þú elskar rauðar rósir. Þó að það sé líka ástarjátning að gefa bækur – segjum við bókafólkið,“ hlær hún sem á spænskan eiginmann og hefur alið upp dætur sínar í Barcelona.

„Og við náttúrlega gerum þetta. Kaupum bækur handa allri fjölskyldunni, það gerir maður á þessum degi, þó að það sé rigning þá fara allir út. Þarna má sjá framboðið, það er svo mikið gefið út á þessum degi, þú sérð þær bækur sem eru að koma út og fjölskyldan fer út saman að skoða bækurnar. Í raun og veru er þetta af sama meiði og jólabókahefðin okkar. Svo falleg hefð og svo gaman að þau skuli vera að koma með þetta til Íslands. Þetta er mjög ríkur þáttur í menningu Katalóníubúa – og maður vill náttúrlega miðla því besta.“

Segja má að viðburður veitingastaðarins sé til marks um hvernig Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík flytur umheiminn til okkar, til allra þeirra sem áhuga hafa á heiminum og því að heyra sögur.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bókmenntahátíð 2025

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár