„Þetta eru allavega ekki nýjar hugmyndir,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og fyrrverandi forseti borgarstjórnar. Hún er ein þeirra Reykvíkinga sem sent hafa tillögur inn í samráðsgátt borgarinnar þar sem auglýst er eftir hugmyndum um hvernig nýta megi fjármuni borgarinnar betur. „Ég hef viljað ganga aðeins lengra en mörg í hagræðingu í rekstri borgarinnar og ýmsum kerfisbreytingum sem mér finnst að megi gera í svona stóru og öflugu fyrirtæki eins og borgin er.“
Tillögurnar sem þegar hafa borist eru um 170 talsins en opið verður fyrir innsendingar út mánuðinn. Flestar tillagnanna eru þó faldar borgarbúum, þar sem hugmyndasmiðirnir hafa valið að njóta nafnleysis. Um leið og það er valið sjást tillögur þeirra ekki heldur. Þórdís Lóa er ein fárra sem hefur valið að birta tillögur sínar á vefnum. Hún segist þó eiga von á því að borgarstjórn fái að rýna tillögurnar í heild þegar söfnun þeirra er lokið.
„Ég …
Athugasemdir (1)