Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Hagræðingahópur Kristrúnar kostaði 7,3 milljónir

Hag­ræð­inga­hóp­ur for­sæt­is­ráð­herra kostaði um 7,3 millj­ón­ir króna. Laun nefnd­ar­manna voru stærsti kostn­að­ur­inn en hóp­ur­inn fékk veit­ing­ar fyr­ir 77.520 krón­ur og greiddi 97 þús­und krón­ur fyr­ir að­gengi að gervi­greind.

Hagræðingahópur Kristrúnar kostaði 7,3 milljónir

Hagræðingahópurinn sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra skipaði kostaði tæpar 7,3 milljónir. Þetta kemur fram í skriflegu svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar.

Hópurinn var skipaður til að fara yfir hugmyndir og tillögur frá almenningi um hvernig fara mætti betur með fé ríkisins. Fjölmargar hugmyndir bárust í gegnum samráðsgátt stjórnvalda. 

Í svarinu kemur fram að formaður hópsins, Björn Ingi Victorsson, hafi fengið 2,5 milljónir króna fyrir sína vinnu. Gylfi Ólafsson og Oddný Árnadóttir hafi fengið 1,8 milljónir hvor og Hildur Georgsdóttir 800 þúsund krónur fyrir störf sín fyrir hópinn. Samtals voru laun nefndarmanna því 6,9 milljónir króna. 

Samkvæmt svari forsætisráðuneytisins funduðu þau um 30 sinnum, yfirleitt í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 200 þúsund króna kostnaður var þó vegna fargjalda, sem gera má ráð fyrir að sé vegna ferða á fundi hópsins. 

Hópurinn fékk veitingar fyrir 77.520 krónur og greiddi 97 þúsund krónur fyrir aðgengi að gervigreind, sem …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    "200 þúsund króna kostnaður var þó vegna fargjalda" hvað á það nú að þíða?
    Er það svo að maður eigi rétt á því að fá greitt fyrir að keyra í vinnuna, eða hvað? Ég er að nálgast sextugt og hef alltaf séð um að koma mér í vinnuna á minn kostnað. Á ég kanski inni margar miljónir vegna fargjalda?
    0
  • Guðjón Sigurðsson skrifaði
    Takk fyrir ágæta grein Aðalsteinn. Ég vona að við getum átt þig og aðra fjölmiðlamenn að og snúið spurningunni við þegar spurt er um velferðarmál? Í stað þess að spurja um kostnað við hjálpartæki eða aðstoð, að spurja þá ráðamenn um ávinning þess fyrir þjóðfélagið að útvega aðstoð og hjálpartæki? Vegna þess að ég fæ hjálpartæki og aðstoð er ég í fullri vinnu, sé 5 manneskjum fyrir vinnu. Þau eru ekki á neinum bótum frekar en ég. Ég borga of mikla skatta eins og hálf þjóðin. Svo nýt ég sjálfsagðra mannréttinda sem mig vantar alveg verðmiða á. Einn dagur án mannréttinda kostar Krónur ???.???.??? eða hvað. Takk vonandi fyrir samstarf í náinni framtíð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu