Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Búið að birta Írisi Selfoss-leiðina

Ír­isi Helgu Jónatans­dótt­ur hef­ur ver­ið birt ígildi nálg­un­ar­banns sem er kennt við Sel­foss þeg­ar kem­ur að ein­um af mönn­un­um sem hafa kært hana fyr­ir umsát­ur­seinelti.

Búið að birta Írisi Selfoss-leiðina
Til viðtals Íris Helga tjáði sig um ásakanir á hendur sér í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fullorðins. Þar þvertók hún fyrir að vera eltihrellir og sagðist sjálf vera þolandi. Mynd: Brotkast

Búið er að birta Írisi Helgu Jónatansdóttur, meintum eltihrelli í Reykjanesbæ, ígildi nálgunarbanns sem er kennt við Selfoss-leiðina. Það var gert um síðustu helgi. Selfoss-leiðin tekur til Garps Ingasonar Elísabetarsonar, sem hefur kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti, eftir að þau höfðu stutt kynni í byrjun síðasta árs.

Íris Helga heldur því hins vegar fram í viðtali í hlaðvarpinu Fullorðins hjá Brotkasti, sem og í samskiptum við Heimildina, að hún hafi aldrei átt í þeim samskiptum sem Garpur lýsir, utan vinsamlegra orðaskipta á samfélagsmiðlum. 

Rannsókn Heimildarinnar hefur leitt í ljós að minnst níu manns hafa sakað Írisi Helgu um áreiti eða umsáturseinelti. Elsta málið varðar par um fertugt, en þau hafa beðist undan að tjá sig vegna málsins. Þau leituðu fyrst til lögreglu árið 2022 og hafa síðan kært Írisi Helgu. Af þeim málum sem hafa verið tilkynnt lögreglu er mál þessa fólks lengst komið.

Tveir leituðu til lögreglu um helgina

Annar maður, Sölvi Guðmundsson, var í sambandi með Írisi Helgu í um ár, og hefur mátt þola svæsið umsáturseinelti nafnlausra reikninga á samfélagsmiðlum. Áreitið nær einnig til unglingsdóttur Sölva sem steig fram á samfélagsmiðlum í síðustu viku og birti alls kyns áreiti sem hún hafði orðið fyrir, og voru sum skilaboðin í nafni Írisar Helgu. 

Þá birtist póstur á samfélagsmiðlasíðu bæjarfélagsins þar sem stúlkan býr, og þar var því haldið fram að hún væri týnd og mynd birt með. Það reyndist uppspuni en færslan var ekki í nafni Írisar Helgu.

Bæði Sölvi og Garpur hafa leitað til lögreglu um síðustu helgi vegna þess að áreitið hefur haldið áfram samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. Báðir hafa þeir kært Írisi til lögreglu vegna áreitisins.

Selfossleiðin

Selfoss-leiðin svokallaða felur í sér samkomulag milli lögreglu og sakbornings og er notuð í þeim tilvikum þar sem lögregla telur að friðhelgi brotaþola megi vernda með vægari hætti en nálgunarbanni eða brottvísun af heimili, þegar um heimilisofbeldi er að ræða, en þó er um ígildi nálgunarbanns að ræða. Verði brotið gegn því eru afleiðingar ekki jafn afgerandi og þegar um eiginlegt nálgunarbann er að ræða.

Þessi leið hefur verið notuð og er í þróun hjá lögreglunni á Suðurlandi og hefur gildi fyrir dómi. Með Selfoss-leiðinni er sakborningi gefinn kostur á að undirrita yfirlýsingu við lok skýrslutöku af honum, þegar sakarefni hefur verið borið undir hann og honum gefinn kostur á að taka afstöðu til þess.

Íris Helga hefur hins vegar neitað að hún hafi undirritað skjalið. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hefur lögregla nú birt henni skjalið og hefur það því gildi.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár