Borgarstjórn samþykkti í gær tillögu meirihlutans um að biðja starfsfólk og íbúa borgarinnar um tillögur, ábendingar, sjónarmið og álit á því hvernig betur megi nýta tíma og fjármagn borgarinnar.
Þetta er samskonar leið og ríkisstjórnin fór í byrjun árs, þegar mörg þúsund hugmyndir söfnuðust um hvernig spara mætti í rekstri ríkisins. Sérstakur hópur var skipaður til að fara yfir tillögurnar og voru niðurstöður hans kynntar í byrjun mars.
Borgin ætlar að skipa eigin hóp til að fara yfir tillögurnar, sem íbúar og starfsmenn geta sent inn í gegnum samráðsgátt Reykjavíkur. Tekið er fram í tilkynningu Reykjavíkurborgar að enginn kostnaður annar en tími starfsmanna borgarinnar falli til.
Tillagan var samþykkt á borgarstjórnarfundi í gær og greiddu fulltrúar meirihlutaflokkanna – Samfylkingar, Vinstri grænna, Sósíalista, Flokks fólksins og Pírata – með tillögunni auk fulltrúa Framsóknarflokks og Viðreisnar. Sjálfstæðismenn sátu hjá.
„Engin takmörk eru sett á lengd álita en mikilvægt er að þau séu …
Athugasemdir