Ríkisstjórnin telur að tækifæri séu til staðar til að ná meira út úr þeim tekjustofnum sem þegar eru til staðar. Það megi til dæmis gera með því að fækka ívilnandi úrræðum og koma í veg fyrir skattasniðgöngu. Fullyrt er að þetta þurfi ekki að koma niður á heimilum og einstaklingum.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í frumvarpi að nýrri fjármáláætlun ríkisstjórnarinnar, sem birt var í morgun og Daði Már Kristófersson fjármálaráðhera kynnti á blaðamannafundi.
Bæta eftirlit með skattskilum
„Á tíma fjármálastefnunnar er ætlunin að efla skattskil, loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu.“ segir í greinargerð frumvarpsins. „Jafnframt er brýnt að bregðast markvisst við skattundanskotum með öflugu rauntímaeftirliti sem byggir á áhættugreiningu og aðgerðum gegn peningaþvætti.“
Nota á gervigreind og aðra tækni til að auðvelda þetta eftirlit.
Þá á einnig að bregðast við þeirri þróun sem fjölgun vistvænna og sparneytinna ökutækja hefur haft á ríkissjóð, en …
Athugasemdir (1)