Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Hagnaður af rekstri Alvotech í fyrsta sinn – samt tugmilljarða tap

Sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæk­ið Al­votech skil­aði rekstr­ar­hagn­aði í fyrsta sinn á síð­asta ári. Þrátt fyr­ir það tap­aði fé­lag­ið um 32 millj­örð­um króna. Ástæð­an fyr­ir tap­inu eru fjár­magnslið­ir.

Hagnaður af rekstri Alvotech í fyrsta sinn – samt tugmilljarða tap
Árangur Róbert Wessman er stofnandi og forstjóri Alvotech. Umtalsverður viðsnúningur hefur orðið á rekstri fyrirtækisins en því hefur tekist að koma lyfjum á markað víða um heim. Mynd: Alvogen

Rekstrarniðurstaða samheitalyfjafyrirtækisins Alvotech batnaði umtalsvert milli ára, um 425 milljónir dala. Það jafngildir viðsnúningi upp á nokkur hundruð prósent. Rekstrarhagnaður nam tæplega 70 milljónum dala árið 2024, en árið á undan hafði Alvotech skilað 355 milljóna dala rekstrartapi. Engu að síður nam heildartap lyfjafyrirtækisins 232 milljónum dala. 

Félagið gerir upp í bandaríkjadölum og sé fjárhæðunum snarað yfir í íslenskar krónur, á gengi dagsins í dag, nemur tapið um 32 milljörðum króna, þó rekstrarhagnaðurinn hafi numið jafnvirði tæplega 10 milljarða króna. Viðsnúningur í rekstri nam jafnvirði 55 milljarða króna. 

Ástæða tapsins má rekja til fjármagnsliða.

Ekki enn náð hagnaði

Alvotech hefur allar götur verið rekið með tapi og fjármagnað starfsemi sína með lánsfé og hlutafjáraukningum. Samtals hefur meira en 2 milljörðum dala verið fjárfest í Alvotech yfir líftíma þess, en félagið hefur safnað upp meira en 2,4 milljarða dala tapi á sama tíma. Þetta leiðir til þess að eigið fé stendur …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ljósmæður, meðganga og hjátrú
Þjóðhættir#71

Ljós­mæð­ur, með­ganga og hjá­trú

Að þessu sinni verð­ur um­fjöll­un­ar­efni þátt­ar­ins spenn­andi ný­sköp­un­ar­verk­efni sem tveir nem­end­ur í þjóð­fræði, Birta Diljá Ög­mund­ar­dótt­ir og Kári Thayer, unnu síð­ast­lið­ið sum­ar í sam­starfi við Þjóð­hátta­deild Þjóð­minja­safn Ís­lands, Ljós­mæðra­fé­lag Ís­lands og Evu Þór­dísi Ebenezer­dótt­ur, doktorsnema í þjóð­fræði. Verk­efn­ið var styrkt af Ný­sköp­un­ar­sjóði náms­manna. Kári og Birta segja okk­ur frá því hvernig þau nálg­uð­ust þetta verk­efni en það fólst í því að taka við­töl við ljós­mæð­ur um störf þeirra og reynslu og skoða hjá­trú sem fylg­ir því að starfa á þessu sviði. Rann­sókn­in er unn­in í beinu fram­haldi af spurn­inga­skrá sem að Þjóð­hátta­deild Þjóð­minja­safns Ís­lands sendi ný­lega frá sér sem ber heit­ið: Með­ganga, fæð­ing og fyrstu mán­uð­ir barns­ins. Í ný­sköp­un­ar­verk­efn­inu var lögð áhersla að ná ut­an um reynslu ljós­mæðra, hvernig þær upp­lifa hjá­trú í tengsl­um við störf sín og reynslu en í við­töl­un­um kom margt áhuga­vert í ljós. Þjóð­hætt­ir er hlað­varp sem fjall­ar um nýj­ar rann­sókn­ir og fjöl­breytta miðl­un í þjóð­fræði. Um­sjón hafa dr. Dagrún Ósk Jóns­dótt­ir og Sig­ur­laug Dags­dótt­ir, kenn­ar­ar í þjóð­fræði við Há­skóla Ís­lands

Mest lesið undanfarið ár