Rekstrarniðurstaða samheitalyfjafyrirtækisins Alvotech batnaði umtalsvert milli ára, um 425 milljónir dala. Það jafngildir viðsnúningi upp á nokkur hundruð prósent. Rekstrarhagnaður nam tæplega 70 milljónum dala árið 2024, en árið á undan hafði Alvotech skilað 355 milljóna dala rekstrartapi. Engu að síður nam heildartap lyfjafyrirtækisins 232 milljónum dala.
Félagið gerir upp í bandaríkjadölum og sé fjárhæðunum snarað yfir í íslenskar krónur, á gengi dagsins í dag, nemur tapið um 32 milljörðum króna, þó rekstrarhagnaðurinn hafi numið jafnvirði tæplega 10 milljarða króna. Viðsnúningur í rekstri nam jafnvirði 55 milljarða króna.
Ástæða tapsins má rekja til fjármagnsliða.
Ekki enn náð hagnaði
Alvotech hefur allar götur verið rekið með tapi og fjármagnað starfsemi sína með lánsfé og hlutafjáraukningum. Samtals hefur meira en 2 milljörðum dala verið fjárfest í Alvotech yfir líftíma þess, en félagið hefur safnað upp meira en 2,4 milljarða dala tapi á sama tíma. Þetta leiðir til þess að eigið fé stendur …
Athugasemdir