Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Sjálfstæðisflokkur skríður fram úr Samfylkingu í nýrri könnun

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist stærsti flokk­ur lands­ins í nýrri Maskínu­könn­un. Flokk­ur­inn mæl­ist sléttu pró­sentu­stigi stærri en Sam­fylk­ing­in.

Sjálfstæðisflokkur skríður fram úr Samfylkingu í nýrri könnun
Nýr leiðtogi Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem nýr leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í marsmánuði. Jens Garðar Helgason tók við sem varaformaður á sama tíma. Mynd: Golli

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,3 prósent fylgi í nýrri könnun Maskína. Hann er sléttu prósenti stærri en Samfylking, sem mælist með 23,3 prósent.

Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Báðir flokkar bæta við sig fylgi frá síðustu könnun, sem var þó bæting frá kosningum.

Viðreisn mælist með 14,8 prósent og Flokkur fólksins með 8,5 prósent. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er því 46,6 prósent. 

Framsóknarflokkur mælist með 6,8 prósent fylgi og  Miðflokkurinn með 10,9 prósent. Samanlagt fylgi stjórnarandstöðuflokkanna á þingi er því 42 prósent. 

Þrír flokkar, sem ekki náðu kjöri í síðustu kosningum, mælast samanlagt með 11,3 prósent. Þar er Sósíalistaflokkurinn stærstur með 4,9 prósent. Vinstri græn mælast með 3,3 prósent og Píratar með 3,1 prósent. 

Kjósa
-6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Nokkuð ljóst að formannsskiptin skipta sköpum fyrir flokkinn. BB var einfaldlega orðinn óvinsæll.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár