Sjálfstæðisflokkur skríður fram úr Samfylkingu í nýrri könnun

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist stærsti flokk­ur lands­ins í nýrri Maskínu­könn­un. Flokk­ur­inn mæl­ist sléttu pró­sentu­stigi stærri en Sam­fylk­ing­in.

Sjálfstæðisflokkur skríður fram úr Samfylkingu í nýrri könnun
Nýr leiðtogi Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem nýr leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í marsmánuði. Jens Garðar Helgason tók við sem varaformaður á sama tíma. Mynd: Golli

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,3 prósent fylgi í nýrri könnun Maskína. Hann er sléttu prósenti stærri en Samfylking, sem mælist með 23,3 prósent.

Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Báðir flokkar bæta við sig fylgi frá síðustu könnun, sem var þó bæting frá kosningum.

Viðreisn mælist með 14,8 prósent og Flokkur fólksins með 8,5 prósent. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er því 46,6 prósent. 

Framsóknarflokkur mælist með 6,8 prósent fylgi og  Miðflokkurinn með 10,9 prósent. Samanlagt fylgi stjórnarandstöðuflokkanna á þingi er því 42 prósent. 

Þrír flokkar, sem ekki náðu kjöri í síðustu kosningum, mælast samanlagt með 11,3 prósent. Þar er Sósíalistaflokkurinn stærstur með 4,9 prósent. Vinstri græn mælast með 3,3 prósent og Píratar með 3,1 prósent. 

Kjósa
-6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
2
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
3
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
6
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár