Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,3 prósent fylgi í nýrri könnun Maskína. Hann er sléttu prósenti stærri en Samfylking, sem mælist með 23,3 prósent.
Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Báðir flokkar bæta við sig fylgi frá síðustu könnun, sem var þó bæting frá kosningum.
Viðreisn mælist með 14,8 prósent og Flokkur fólksins með 8,5 prósent. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er því 46,6 prósent.
Framsóknarflokkur mælist með 6,8 prósent fylgi og Miðflokkurinn með 10,9 prósent. Samanlagt fylgi stjórnarandstöðuflokkanna á þingi er því 42 prósent.
Þrír flokkar, sem ekki náðu kjöri í síðustu kosningum, mælast samanlagt með 11,3 prósent. Þar er Sósíalistaflokkurinn stærstur með 4,9 prósent. Vinstri græn mælast með 3,3 prósent og Píratar með 3,1 prósent.
Athugasemdir