Sjálfstæðisflokkur skríður fram úr Samfylkingu í nýrri könnun

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist stærsti flokk­ur lands­ins í nýrri Maskínu­könn­un. Flokk­ur­inn mæl­ist sléttu pró­sentu­stigi stærri en Sam­fylk­ing­in.

Sjálfstæðisflokkur skríður fram úr Samfylkingu í nýrri könnun
Nýr leiðtogi Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem nýr leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í marsmánuði. Jens Garðar Helgason tók við sem varaformaður á sama tíma. Mynd: Golli

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,3 prósent fylgi í nýrri könnun Maskína. Hann er sléttu prósenti stærri en Samfylking, sem mælist með 23,3 prósent.

Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Báðir flokkar bæta við sig fylgi frá síðustu könnun, sem var þó bæting frá kosningum.

Viðreisn mælist með 14,8 prósent og Flokkur fólksins með 8,5 prósent. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er því 46,6 prósent. 

Framsóknarflokkur mælist með 6,8 prósent fylgi og  Miðflokkurinn með 10,9 prósent. Samanlagt fylgi stjórnarandstöðuflokkanna á þingi er því 42 prósent. 

Þrír flokkar, sem ekki náðu kjöri í síðustu kosningum, mælast samanlagt með 11,3 prósent. Þar er Sósíalistaflokkurinn stærstur með 4,9 prósent. Vinstri græn mælast með 3,3 prósent og Píratar með 3,1 prósent. 

Kjósa
-6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Nokkuð ljóst að formannsskiptin skipta sköpum fyrir flokkinn. BB var einfaldlega orðinn óvinsæll.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár