Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Sjálfstæðisflokkur skríður fram úr Samfylkingu í nýrri könnun

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist stærsti flokk­ur lands­ins í nýrri Maskínu­könn­un. Flokk­ur­inn mæl­ist sléttu pró­sentu­stigi stærri en Sam­fylk­ing­in.

Sjálfstæðisflokkur skríður fram úr Samfylkingu í nýrri könnun
Nýr leiðtogi Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem nýr leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í marsmánuði. Jens Garðar Helgason tók við sem varaformaður á sama tíma. Mynd: Golli

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,3 prósent fylgi í nýrri könnun Maskína. Hann er sléttu prósenti stærri en Samfylking, sem mælist með 23,3 prósent.

Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Báðir flokkar bæta við sig fylgi frá síðustu könnun, sem var þó bæting frá kosningum.

Viðreisn mælist með 14,8 prósent og Flokkur fólksins með 8,5 prósent. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er því 46,6 prósent. 

Framsóknarflokkur mælist með 6,8 prósent fylgi og  Miðflokkurinn með 10,9 prósent. Samanlagt fylgi stjórnarandstöðuflokkanna á þingi er því 42 prósent. 

Þrír flokkar, sem ekki náðu kjöri í síðustu kosningum, mælast samanlagt með 11,3 prósent. Þar er Sósíalistaflokkurinn stærstur með 4,9 prósent. Vinstri græn mælast með 3,3 prósent og Píratar með 3,1 prósent. 

Kjósa
-6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Nokkuð ljóst að formannsskiptin skipta sköpum fyrir flokkinn. BB var einfaldlega orðinn óvinsæll.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
2
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár