„Þetta er hluti af stærri meinsemd, og því miður er HHÍ ekki eina dæmið“

Báð­ir fram­bjóð­end­ur til embætt­is rektors Há­skóla Ís­lands lýsa yf­ir vilja til að hætta rekstri há­skól­ans á spila­köss­um. Sam­tök áhuga­fólks um spilafíkn ósk­aði eft­ir nán­ari af­stöðu þeirra til máls­ins nú þeg­ar seinni um­ferð rektors­kjörs stend­ur yf­ir.

„Þetta er hluti af stærri meinsemd, og því miður er HHÍ ekki eina dæmið“
Magnús Karl Magnússon og Silja Bára Ómarsdóttir eru tvö eftir í framboði til rektors Háskóla Íslands. Seinni umferð kosninga lýkur á morgun. Mynd: HÍ

Samtök áhugafólk um spilafíkn (SÁS) sendu öllum frambjóðendum í aðdraganda fyrri umferðar kosninga til embættis rektors Háskóla Íslands spurningar um afstöðu frambjóðenda til þess að HÍ reki spilakassa. 

Eftir standa tveir frambjóðendur, þau Magnús Karl Magnússon og Silja Bára Ómarsdóttir, þar sem enginn fékk meirhluta atkvæða í fyrri umferðinni. Seinni umferð kosninga stendur nú yfir og lýkur klukkan 17 á morgun, fimmtudaginn 27.mars. 

Í fyrri umferð hlaut Magnús 33,6 prósent atkvæða og Silja Bára 29,3 prósent. Atkvæði starfsfólks vógu 70 prósent í kjörinu og atkvæði nemenda 30 prósent. 

Í tilkynningu frá SÁS segir að í upphaflegum svörum þeirra Magnúsar og Silju Báru hafi komið fram vilji til að hætta spilakassarekstri HÍ og þegar þau tvö voru eftir hafi verið kallað eftir nánari afstöðu. 

Þeim hafi því verið send spurningin: „Verðir þú rektor, hvenær og hvernig munt þú hefja það ferli að loka spilakössunum?“ 

Svar Silju Báru Ómarsdóttur er eftirfarandi:

„Stutta svarið við þessari spurningu er að við hættum þessari starfsemi daginn sem stjórnvöld fella úr gildi þau lög að fasteignir Háskóla Íslands skuli fjármagnaðar með þessari skaðlegu starfsemi. Til þess að svo geti orðið myndi ég í samvinnu við stjórn Fasteigna Háskóla Íslands þrýsta á löggjafann um endurskoðun fjármögnunarleiða. Ég ætla að vera raunsæ og lofa því ekki að það gerist hratt – vitandi hve seigfljótandi stjórnsýslan er. Það þarf samhent átak til þess að þetta geti orðið að veruleika. Ég fagna samstarfi við þrýstihópa svo sem ykkar, við fagstéttir innan málaflokksins svo og stúdenta. Þið megið þó vita að ég er einlæglega á þeirri skoðun að það sé okkur ekki sæmandi - hvorki HÍ né íslensku samfélagi - að fjármagna nauðsynlega starfsemi með skaðlegum hætti. Þetta er hluti af stærri meinsemd, og því miður er HHÍ ekki eina dæmið, annað er t.d. hvernig björgunarsveitir hafa þurft að reiða sig á flugeldasölu – með tilheyrandi mengun. Við skulum vona að með nýrri ríkisstjórn komi nýjar áherslur í þessum málum.“

Svar Magnúsar Karls Magnússonar er:

„Ég tel það ekki verjandi að Háskóli Íslands byggi mikilvægan hluta starfsemi sinnar á hagnaði af rekstri spilakassa sem tengjast hættu á spilafíkn og stuðla að henni. Það þarf því að finna aðrar leiðir, í samvinnu við stjórnvöld, til fjármögnunar skólans. Strax og ég tek við störfum, ef ég hlýt kosningu, mun ég eiga samtal við Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) og fagfólk á sviði spilafíknar um vandann sem við er að etja. Það þarf strax að byrja að vinna að því að draga úr þeim skaða sem spilafikn veldur og huga að hagsmunum fórnarlamba hennar. Um leið þarf að byrja að leggja drög að því að Háskóli Íslands hverfi alfarið frá slíkum rekstri. Ég vonast til að samstarf við ykkur geti gert okkur kleift að vinna þessu máli brautargengi gagnvart fjárveitingarvaldinu.“

Fyrri svör þeirra Magnúsar og Silju Báru

Samtök áhugafólks um spilafíkn voru stofnuð árið 2019 af hópi einstaklinga sem hafa persónulega reynslu af sjúkdómnum fjárhættuspilafíkn, annað hvort sem sjúklingar eða aðstandendur. Samtökin hafa allt frá stofnun gagnrýnt að aðilar á borð við Háskóla Íslands, Rauða krossinn og Landsbjörg reki spilakassa og er það mat samtakanna að þannig sé verið að nýta sér veikindi fólks til að hafa af því fé. SÁÁ rak áður spilakassa en hætti því árið 2021, og sagði þáverandi formaður að ákvörðun samtakanna um að slíta formlega samstarfi við Íslandsspil sýna samtökin meti mannúð fram yfir peninga.

Fyrir fyrri umferð kosninga til rektors svöruðu Magnús og Silja Bára á eftirfarandi hátt spurningunni Vilt þú að Háskólinn hætti að reka spilakassa?

Magnús svaraði: „Ég tel það ekki verjandi að Háskóli Íslands fjármagni sig með rekstri spilakassa sem tengjast hættu á spilafíkn. Það þarf því að finna aðrar leiðir, í samvinnu við stjórnvöld, til fjármögnunar skólans.“

Silja Bára svaraði: „Ég myndi vilja að Happdrætti Háskóla Íslands hætti að reka spilakassa en það er ekki ákvörðun einnar manneskju. Staðan er sú að samkvæmt lögum um HHÍ nr. 13/1973 skal veita ágóðanum af því til að reisa byggingar á vegum HÍ og halda þeim við. HÍ hefur þess vegna ekki aðgang að öðru fjármagni í það verkefni. Þessu myndi ég vilja breyta og þótt það sé stjórnvalda að breyta lögum og tryggja fjármögnun með öðrum hætti, þá mun ég sem rektor þrýsta á samtal um slíkar breytingar.“

SÁS birti öll svör frambjóðenda á heimasíðu sinni lokum.is 

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár