Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Þetta er hluti af stærri meinsemd, og því miður er HHÍ ekki eina dæmið“

Báð­ir fram­bjóð­end­ur til embætt­is rektors Há­skóla Ís­lands lýsa yf­ir vilja til að hætta rekstri há­skól­ans á spila­köss­um. Sam­tök áhuga­fólks um spilafíkn ósk­aði eft­ir nán­ari af­stöðu þeirra til máls­ins nú þeg­ar seinni um­ferð rektors­kjörs stend­ur yf­ir.

„Þetta er hluti af stærri meinsemd, og því miður er HHÍ ekki eina dæmið“
Magnús Karl Magnússon og Silja Bára Ómarsdóttir eru tvö eftir í framboði til rektors Háskóla Íslands. Seinni umferð kosninga lýkur á morgun. Mynd: HÍ

Samtök áhugafólk um spilafíkn (SÁS) sendu öllum frambjóðendum í aðdraganda fyrri umferðar kosninga til embættis rektors Háskóla Íslands spurningar um afstöðu frambjóðenda til þess að HÍ reki spilakassa. 

Eftir standa tveir frambjóðendur, þau Magnús Karl Magnússon og Silja Bára Ómarsdóttir, þar sem enginn fékk meirhluta atkvæða í fyrri umferðinni. Seinni umferð kosninga stendur nú yfir og lýkur klukkan 17 á morgun, fimmtudaginn 27.mars. 

Í fyrri umferð hlaut Magnús 33,6 prósent atkvæða og Silja Bára 29,3 prósent. Atkvæði starfsfólks vógu 70 prósent í kjörinu og atkvæði nemenda 30 prósent. 

Í tilkynningu frá SÁS segir að í upphaflegum svörum þeirra Magnúsar og Silju Báru hafi komið fram vilji til að hætta spilakassarekstri HÍ og þegar þau tvö voru eftir hafi verið kallað eftir nánari afstöðu. 

Þeim hafi því verið send spurningin: „Verðir þú rektor, hvenær og hvernig munt þú hefja það ferli að loka spilakössunum?“ 

Svar Silju Báru Ómarsdóttur er eftirfarandi:

„Stutta svarið við þessari spurningu er að við hættum þessari starfsemi daginn sem stjórnvöld fella úr gildi þau lög að fasteignir Háskóla Íslands skuli fjármagnaðar með þessari skaðlegu starfsemi. Til þess að svo geti orðið myndi ég í samvinnu við stjórn Fasteigna Háskóla Íslands þrýsta á löggjafann um endurskoðun fjármögnunarleiða. Ég ætla að vera raunsæ og lofa því ekki að það gerist hratt – vitandi hve seigfljótandi stjórnsýslan er. Það þarf samhent átak til þess að þetta geti orðið að veruleika. Ég fagna samstarfi við þrýstihópa svo sem ykkar, við fagstéttir innan málaflokksins svo og stúdenta. Þið megið þó vita að ég er einlæglega á þeirri skoðun að það sé okkur ekki sæmandi - hvorki HÍ né íslensku samfélagi - að fjármagna nauðsynlega starfsemi með skaðlegum hætti. Þetta er hluti af stærri meinsemd, og því miður er HHÍ ekki eina dæmið, annað er t.d. hvernig björgunarsveitir hafa þurft að reiða sig á flugeldasölu – með tilheyrandi mengun. Við skulum vona að með nýrri ríkisstjórn komi nýjar áherslur í þessum málum.“

Svar Magnúsar Karls Magnússonar er:

„Ég tel það ekki verjandi að Háskóli Íslands byggi mikilvægan hluta starfsemi sinnar á hagnaði af rekstri spilakassa sem tengjast hættu á spilafíkn og stuðla að henni. Það þarf því að finna aðrar leiðir, í samvinnu við stjórnvöld, til fjármögnunar skólans. Strax og ég tek við störfum, ef ég hlýt kosningu, mun ég eiga samtal við Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) og fagfólk á sviði spilafíknar um vandann sem við er að etja. Það þarf strax að byrja að vinna að því að draga úr þeim skaða sem spilafikn veldur og huga að hagsmunum fórnarlamba hennar. Um leið þarf að byrja að leggja drög að því að Háskóli Íslands hverfi alfarið frá slíkum rekstri. Ég vonast til að samstarf við ykkur geti gert okkur kleift að vinna þessu máli brautargengi gagnvart fjárveitingarvaldinu.“

Fyrri svör þeirra Magnúsar og Silju Báru

Samtök áhugafólks um spilafíkn voru stofnuð árið 2019 af hópi einstaklinga sem hafa persónulega reynslu af sjúkdómnum fjárhættuspilafíkn, annað hvort sem sjúklingar eða aðstandendur. Samtökin hafa allt frá stofnun gagnrýnt að aðilar á borð við Háskóla Íslands, Rauða krossinn og Landsbjörg reki spilakassa og er það mat samtakanna að þannig sé verið að nýta sér veikindi fólks til að hafa af því fé. SÁÁ rak áður spilakassa en hætti því árið 2021, og sagði þáverandi formaður að ákvörðun samtakanna um að slíta formlega samstarfi við Íslandsspil sýna samtökin meti mannúð fram yfir peninga.

Fyrir fyrri umferð kosninga til rektors svöruðu Magnús og Silja Bára á eftirfarandi hátt spurningunni Vilt þú að Háskólinn hætti að reka spilakassa?

Magnús svaraði: „Ég tel það ekki verjandi að Háskóli Íslands fjármagni sig með rekstri spilakassa sem tengjast hættu á spilafíkn. Það þarf því að finna aðrar leiðir, í samvinnu við stjórnvöld, til fjármögnunar skólans.“

Silja Bára svaraði: „Ég myndi vilja að Happdrætti Háskóla Íslands hætti að reka spilakassa en það er ekki ákvörðun einnar manneskju. Staðan er sú að samkvæmt lögum um HHÍ nr. 13/1973 skal veita ágóðanum af því til að reisa byggingar á vegum HÍ og halda þeim við. HÍ hefur þess vegna ekki aðgang að öðru fjármagni í það verkefni. Þessu myndi ég vilja breyta og þótt það sé stjórnvalda að breyta lögum og tryggja fjármögnun með öðrum hætti, þá mun ég sem rektor þrýsta á samtal um slíkar breytingar.“

SÁS birti öll svör frambjóðenda á heimasíðu sinni lokum.is 

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár