„Ég væri dáin ef það hefði ekki verið pláss fyrir mig“

Ung kona seg­ir það hafa bjarg­að lífi sínu að kom­ast að í með­ferð á sín­um tíma. Hún gagn­rýn­ir bið­lista og fjár­skort sem ein­kenna nú með­ferð­ar­starf fyr­ir fíkni­sjúk­linga: „Stað­an í dag er þannig að börn kom­ast ekki í með­ferð.“ Í dag er minn­ing­ar­dag­ur þeirra sem hafa lát­ist vegna fíkni­sjúk­dóms­ins.

„Ég væri dáin ef það hefði ekki verið pláss fyrir mig“
Í dag er minningardagur um þau sem hafa látist vegna fíknisjúkdómsins og verða blóm lögð við tröppur Alþingis, líkt og í fyrra þegar dagurinn var haldinn í fyrsta skipti.

„Það er plássleysi alls staðar í meðferð. Það eru allt of langir biðlistar og allt of lítið fjármagn. Staðan í dag er þannig að börn komast ekki í meðferð, og það er hræðilegt. Neyslan er að versna og ofbeldi að aukast,“ segir ung kona sem hefur verið edrú um árabil eftir að hún fékk þá hjálp sem hún þurft. „Mér fannst það auðvitað ömurlegt á sínum tíma þegar mér var kippt úr umferð en ég sé það alveg í dag að ég væri dáin ef það hefði ekki verið pláss fyrir mig í meðferð,“ segir hún. 

Minningardagur til heiðurs og minningar um þau sem hafa látist vegna fíknisjúkdómsins er haldinn í dag. Samtök aðstandenda og fíknisjúkra, SAOF, héldu þennan minningardag í fyrsta skipti þann 26. mars á síðasta ári. Þá voru lögð blóm á tröppur Alþingis til minningar um þau sem hafa látist vegna fíknisjúkdómsins. Það verður einnig gert í dag eftir athöfn sem hefst í Fríkirkjunni klukkan 18.

Neyslan magnast, ofbeldið eykst

„Ég fór í þrjár langtímameðferðir fyrir átján ára aldur. Ég byrjaði á Stuðlum þar sem ég fór á neyðarvistunina og síðan í meðferð, ég fór líka á Laugaland og á Lækjarbakka. Þaðan útskrifaðist ég þegar ég varð átján ára eftir átta mánaða meðferð,“ segir hún. Konan, sem er á þrítugsaldri, kýs að koma ekki fram undir nafni vegna ýmiss konar fordóma í samfélaginu í garð fólks með fíknisjúkdóm, svo sem þegar kemur að möguleikum á vinnumarkaði. Hún er á góðum stað í dag og vinnur að sínum bata, meðal annars með því að hjálpa öðrum. 

„Það eru alveg niður í tólf ára krakkar orðnir morfínfíklar“

Hún segir margt hafa breyst frá því hún var í neyslu og þurfti að fara í meðferð; neyslan orðin harðari og erfiðara að komast að í meðferð. „Ég þurfti aldrei að bíða og álagið á starfsfólkinu var ekki orðið jafn mikið. Ofbeldið hefur líka aukist. Fyrir tíu árum varst þú bara aumingi ef þú varst með hníf á þér en núna eru börn að stinga börn. Neyslan er að magnast og sífellt yngra fólk orðið morfínfíklar. Það eru alveg niður í tólf ára krakkar orðnir morfínfíklar,“ segir hún. 

Starfsemi Stuðla hefur verið skert eftir bruna í októbermánuði þar sem 17 ára barn lést á meðan það var í umsjá yfirvalda. Í nóvember skrifaði umboðsmaður barna bréf til mennta- og barnamálaráðherra um aðgengi að meðferðarúrræðum og sagðist þar hafa „þungar áhyggjur af þeim aðkallandi vanda sem skapast hefur í málefnum barna með fjölþættan vanda og því alvarlega úrræðaleysi sem ríkt hefur í málaflokknum um langt skeið. Þykir embættinu nú tilefni til þess að ávarpa það neyðarástand sem við blasir.“ Eftir brunann á Stuðlum tók Barna- og fjölskyldustofa á leigu húsnæði af Vogi en það hefur haft þær afleiðingar að starfsemi ungmennameðferðarinnar þar er skert. 

„Gummi lögga var stundum að finna mig nær dauða en lífi, og ef hann hefði ekki getað farið með mig á Stuðla þá hefði ég bara farið aftur heim, og þá farið beint út aftur og haldið áfram. Ég hefði ekkert getað orðið edrú nema vera læst inni,“ segir hún, og vísar þarna til Guðmundar Fylkissonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur undanfarinn áratug leitað að týndum börnum og unnið sér inn traust margra þeirra. „Hann er náttúrulega bara engill í mannsmynd. Hann er búinn að bjarga lífi mínu og mörgum öðrum,“ segir konan.

„Ég var átján ára þegar ég fór fyrst í Konukot en þar fékk ég mikla hjálp, og hjá Frú Ragnheiði“

Hún missti tökin algjörlega eftir að hún varð 18 ára, og þar með sjálfráða. „Þá er barnavernd ekki lengur að skipta sér af mér, ég fæ í raun frelsi frá þeim, og neyslan fór á enn verra stig. Ég byrjaði að sprauta mig þegar ég var sautján ára og þegar ég fæ þetta frelsi er ég komin í dagneyslu og er á götunni. Ég var átján ára þegar ég fór fyrst í Konukot en þar fékk ég mikla hjálp, og hjá Frú Ragnheiði,“ segir hún en þjónusta Frú Ragnheiðar fer þannig fram að sjálfboðaliðar aka um götur borgarinnar og veita skaðaminnkandi heilbrigðisastoð og nálaskiptaþjónustu. „Það var rosalega góð kona að vinna í Konukoti og síðan átti ég persónulegan ráðgjafa hjá Frú Ragnheiði sem kom mér í samband við félagsráðgjafa sem hafði verið að hjálpa fólki í neyslu. Þessi kona hjálpaði mér þegar ég var í neyslu og hjálpaði mér að ná árangri,“ segir konan sem fór í mikla endurhæfingu.

Byrjaði að sprauta sig í meðferð

Eitt af því sem hún gagnrýnir er að börn í meðferð séu ekki aðskilin eftir því í hvernig neyslu þau hafa verið. „17 ára sprautufíkill á ekki að vera inn á stofnun með 13 ára sem er í mun minni neyslu. Vandamálið er að þetta var aldrei aðskilið, þegar ég var sett inn á stofnanir kynntist ég alltaf næsta efni sem ég hafði aldrei prufað. Svo þarf líka að vera önnur stofnun fyrir börn sem eru í varðhaldi vegna ofbeldis,“ segir hún. 

Konan rifjar upp þegar hún var í meðferð á Lækjarbakka. „Þar voru allir strákarnir að sprauta sig. Þegar ég kom inn var ég ekki í sprautuneyslu en það liðu bara nokkrar vikur þar til ég var komin í nákvæmlega sömu neyslu. Ég er ekkert að kenna neinum um en það þarf að aðskilja þetta eftir því í hvernig neyslu krakkarnir hafa verið,“ segir hún. 

Starfsfólk á Lækjarbakka hafi reynt að taka á neyslu ungmennanna en þau hafi haft einbeittan vilja til að verða sér úti um efni. „Við vorum að stela handspritti úr sundlauginni og úr búðinni. Starfsfólkið reyndi að gera eins og það gat, en þau máttu til dæmis ekki leita á okkur,“ segir hún. Meðferðarheimilið á Lækjarbakka er það eina sinnar tegundar á landinu en meðferðin er ætluð unglingum sem glíma við alvarlegan vanda á borð við vímuefnaneyslu, ofbeldi, afbrot, skóla- og námserfiðleika eða sálfélagslegan vanda, þegar önnur úrræði duga ekki til. Lækjarbakka var lokað á síðasta ári eftir að mygla greindist í húsnæðinu, og það dæmt ónothæft, en um áramótin var starfinu úthlutað nýju húsnæði á Rangárvöllum.

Hún vill taka fram að hún hafi ekki fengið annað en ást og umhyggju frá starfsfólkinu í Laugalandi og á Lækjarbakka. „Ég veit að þau voru að gera sitt allra besta. Það er synd að Pétur Broddason sé hættur sem forstöðumaður á Laugalandi vegna þess að hann var sá allra hæfasti í sínu starfi og náði hann til allra stelpnanna sem komu þangað og hjálpaði mörgum að breyta lífinu sínu til hins betra,“ segir konan.

Borin í skammarkrókinn

„Þegar fólk er ungt þá verður að vera hægt að kippa því inn í meðferð með stuttum fyrirvara,“ segir hún. Reynsla hennar og þeirra sem hún hefur unnið með hafi þó orðið til þess að hún upplifir meðferðarstarf fyrir ungmenni í dag vera einna líkast einhvers konar geymslu fyrir börnin. Þá kallar hún einnig eftir því að meiri kröfur séu gerðar þegar almennt starfsfólk sé ráðið þar inn. 

„Þá báru tveir karlmenn mig á höndum og fótum frá neyðarvistun yfir á meðferðarganginn til að læsa mig inn í litlum klefa þar sem allir í meðferðinni gátu séð mig í gegnum glerið“

„Þessi börn eru að koma úr alls konar aðstæðum, það þarf að halda vel utan um þau og taka tillit til uppeldisins sem þau fengu. Börn eru allskonar og er niðurlæging og andlegt ofbeldi það síðasta sem þau þurfa á að halda þegar þau eru læst inn á stofnun. Ég man eftir tveim skiptum þar sem ég átti erfitt inni á Stuðlum og þá báru tveir karlmenn mig á höndum og fótum frá neyðarvistun yfir á  meðferðarganginn til að læsa mig inn í litlum klefa þar sem allir í meðferðinni gátu séð mig í gegnum glerið; þetta var ákveðinn skammarkrókur. Það var ekkert gert til þess að hjálpa mér þegar ég kom þarna inn og var þetta lausnin eftir að ég missti mig í skapinu. Við þurfum hæfara starfsfólk og hafa þetta meira aðskilið,“ segir hún og ítrekar að þau börn sem fara í meðferð eigi oft erfiða reynslu að baki: „Það þarf líka að hugsa til þess að flest þeirra eiga hræðilega sögu; af heimilisofbeldi, foreldrar eru glæpamenn, mikil neysla. Þau hafa kannski bara aldrei fengið einhverja manneskju til þess að segja: Heyrðu mér þykir vænt um þig og hvað get ég gert fyrir þig?“

Hún veit um töluvert af fólki sem hefur látist vegna fíknisjúkdómsins en tekur fram að hún hafi ekki misst nána vini eða slíkt. „Það er mikið af fólki að deyja, það er líka mikið af fólki sem sviptir sig lífi. Það er mikið áfall sem fólk verður fyrir - sumir eru að missa börnin sín frá sér og fær höfnun alls staðar.“ Hún leggur áherslu á að fólk hafi aðgang að viðeigandi meðferð til að það fái tækifæri til að verða edrú fyrr en seinna í lífinu. 

Konan segir minningardaginn í dag þar sem þeirra er minnst sem hafa látist vegna fíknisjúkdóminn afar mikilvægan, og finnst ekki nógu mikið gert vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem uppi er. „Það vantar meira fjármagn, það vantar fleiri stofnanir, það þarf að halda betur utan um þetta. Það koma reglulega kaflar þar sem talað er um að breyta öllu en hvað gerist síðan? Fólk heldur áfram að deyja. Börn eru að deyja því þau komast ekki í  meðferð. Þannig á þetta ekki að vera,“ segir hún. 

Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á: Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s. 1717, netspjallið 1717.is og Píeta símann s. 552-2218.

Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s. 552-2218.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Harvard tekur afstöðu gegn Trump – milljarða fjármögnun skólans fryst
6
Erlent

Har­vard tek­ur af­stöðu gegn Trump – millj­arða fjár­mögn­un skól­ans fryst

Virt­asti há­skóli Banda­ríkj­anna, Har­vard, tefldi millj­örð­um dala í rík­is­stuðn­ingi í tví­sýnu þeg­ar hann hafn­aði víð­tæk­um kröf­um rík­is­stjórn­ar Don­alds Trump. Kröf­urn­ar voru sagð­ar gerð­ar til þess að sporna við gyð­inga­h­atri á há­skóla­svæð­um. Kröf­urn­ar snúa að stjórn­ar­hátt­um, ráðn­ing­um og inn­töku­ferli skól­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár