„Ég var bara glæpamaður“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

„Ég var bara glæpamaður“
Stefndi á glæpi Sem barn að aldri vissi Kristján strax í hvað stefndi. Mynd: Golli

Kjarnaskógur, rétt fyrir utan Akureyri, fyrir um fjórum áratugum: Fjögurra ára gamall drengur stendur innan um trén með foreldrum sínum og vini föðurins. Mennirnir tveir vissu um hrafn sem þeir höfðu alið heima hjá sér og síðan sleppt. Þegar þeir kölluðu á hann var hann vanur að koma. Þeir reyndu í nokkrar mínútur að kalla hann til sín með því að líkja eftir krunkinu áður en allt í einu birtist kolsvartur fuglinn og settist á aðra hönd föðurins. Drengnum brá svo mikið að hann datt aftur fyrir sig. Þessi sýn er eftirminnileg og í dag segir hann, fullorðinn maðurinn, að hrafnar hafi alltaf tengst sér.

Svartur hrafn er húðflúraður á höfði Kristjáns Halldórs Jenssonar. Það skín í gulltönn þegar hann talar. Í DV var árið 2006 vísað til hans sem Akureyrarhrotta. Kristján hefur komist í kast við lögin vegna innbrota, fíkniefnabrota og var dæmdur fyrir hrottalegar líkamsárásir. Seinna hlaut hann …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár