Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“

„Hann sótti mjög í mig,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir fráfarandi barnamálaráðherra, í viðtali við Vísi. Hún tilkynnti um afsögn sína sem ráðherra í kvöld vegna sambands við ólögráða dreng þegar hún var á þrítugsaldri. Hún var þá leiðbeinandi hans í trúfélagi sem hann leitaði til vegna erfiðra aðstæðna. RÚV greindi fyrst frá málinu í dag, en þar kom fram að hún hefði eignast barn með drengnum þegar hann var sextán ára gamall og hún 23 ára. Hann saki hana um tálmun. 

Vísir náði tali af Ásthildi Lóu þegar hún var að yfirgefa RÚV, þar sem hún verður til viðtals í kvöld. Þar sagðist hún hafa sagt af sér sem ráðherra fyrst það væri verið að draga þetta mál fram núna, til að skyggja ekki á störf ríkisstjórnarinnar.

„Þá var ég 22 ára gömul og var í sambandi við mann sem var yngri en ég, sextán ára,“ sagði hún og sagði að hann hefði sótt mjög í hana. „Hann var ofboðslega hrifinn af mér. Hann var mjög aðgangsharður, svo ekki sé meira sagt. Og fyrir rest – ég bara réði ekki við ástandið eins og það var.“

Ýmsar ástæður væri að baki sambandinu, sem hún gæti kannski ekki farið nánar út í svo stuttu viðtali. 

Hún hafnaði hins vegar ásökunum um tálmun. „Ég tálmaði ekki.“

Þá var hún gráti næst þegar hún sagði það erfiðasta sem hún hefði gert væri að láta af störfum sem ráðherra. „Við vitum það hvernig fréttir eru í dag. Við vitum að svona mál, ef ég væri áfram ráðherra þá væri það dregið upp aftur og aftur og aftur. Það yrði aldrei neinn vinnufriður fyrir ríkisstjórnina og ekki heldur í málefnunum sem ég brenn fyrir.“ 

Aðspurð hvort henni þætti þetta ósanngjarnt svaraði hún: „Já, ég verð að segja að mér finnst það.“ 

Að lokum bað hún fólk um að hafa í huga að hún væri ekki sama manneskjan í dag og þegar hún var 22 ára. „Það eru 36 ár síðan. Það breytist ýmislegt á þeim tíma.“

Hún hafi ekki haft hæfni og þroska til að takast á við þetta mál þá, með þeim hætti sem hún myndi gera í dag. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigtryggur Jónsson skrifaði
    Höggi hefur nú verið komið á Ásthildi Lóu, Flokk fólksins og ríkisstjórnina alla. Ef til vill var það tilgangurinn með því að rifja upp þetta 35 ára gamla mál. En önnur afleiðing er þó miklu verri, en hún er sú, að lífi sonar hennar hefur verið snúið á hvolf. Tilvist hans er sem sagt látin verða til þess að hún þarf að segja af sér embætti, sem hún brennur fyrir og þykir vænt um. Hvaða sonur vill vera í þeirri stöðu? Hvaða faðir stígur ekki fram í svona stöðu? Hvaða hagsmuni er fyrrverandi tengdamóðir barnsföðurins (alls óskyld málinu öllu) að verja?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Afsögn Ásthildar

Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
4
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
5
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu