Að mestu leyti hafa utanríkisráðherra og forsætisráðherra talað gætilega. Það væri mjög óeðlilegt fyrir okkar ráðamenn ef þeir færu að tala niður sambandið við Bandaríkin. En hins vegar hefur alveg verið ýtt til baka þar sem nauðsynlegt er.“
Þetta segir Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur í samtali við Heimildina. Honum þykja viðbrögð íslenska stjórnvalda við þeirri stöðu sem myndast hefur í heimsmálunum bæði vera skynsamleg og eðlileg. Hann nefnir sem dæmi viðbrögðin eftir fund Úkraínuforseta við Donald Trump í Hvíta húsinu. „Þar fannst mér íslensk stjórnvöld hafa tekið skynsamlega línu og ekki bara sagt „amen“ við öllu sem Bandaríkin eru að gera. Þvert á móti. Ég hef verið ánægður með það.“
Öryggisstefna í vinnslu
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar var talað um að mótuð yrði öryggis- og varnarmálastefna fyrir Ísland og utanríkisráðherra tilkynnti tillögu að slíkri stefnumótun á fundi ríkisstjórnarinnar í vikunni.
Erlingur segir heppilegt að þetta hafi verið hluti …
Athugasemdir (1)