Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

„Það eru girðingar að falla um alla sveitina sem við búum í. Það er brjálað bjarndýr laust og helsti vinur okkar er allt í einu kominn í vináttusamband við þetta bjarndýr. Það er auðvitað áhyggjuefni. Þetta eru mjög válegir tímar.“

Þetta segir Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins, í samtali við Heimildina. Hann hefur einnig starfað á vegum Sameinuðu þjóðanna og NATO í Afganistan. 

Erlingur Erlingsson hernaðarsérfræðingur

Erlingur segir atburðarásina, sem hófst í síðustu viku með ræðu  varnarmálaráðherra Bandaríkjanna á fundi bakhjarla Úkraínu í Brussel, virðast versna frá degi til dags. „Það er verið að brjóta niður öryggiskerfi sem hefur gilt frá 1945, svo það færir okkur auðvitað til þess tíma þegar öflug ríki gátu farið sínu fram í krafti hervalds. Sem er mjög hættulegt, sérstaklega fyrir smáríki,“ segir hann, en tekur fram að þrátt fyrir allt stefni ekki í heimsstyrjöld að svo stöddu. 

Ákall til öfgahægriflokka …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Ríkisstjórnin fundar um Grænland: „Umbrotatímar í alþjóðapólitík“
ÚttektBandaríki Trumps

Rík­is­stjórn­in fund­ar um Græn­land: „Um­brota­tím­ar í al­þjóðapóli­tík“

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir verstu mögu­legu nið­ur­stöð­una fyr­ir Ís­land i Græn­lands­mál­inu að klemm­ast á milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. Þá yrð­um við ein á báti. Sam­starf Banda­ríkj­anna og Ís­lands sé gríð­ar­lega þýð­ing­ar­mik­ið fyr­ir Ís­lend­inga og því mik­il­vægt að vera ekki með dig­ur­barka­lega yf­ir­lýs­ing­ar um Banda­rík­in.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár