Íslensku flugfélögin Icelandair og Play töpuðu bæði á síðasta ári. Samanlagt tap þeirra nam 12 milljörðum íslenskra króna. Play tapaði stærstum hluta þeirrar fjárhæðar en flugfélagið skilaði 9,2 milljarða króna tapi samanborið við 2,8 milljarða króna tap Icelandair. Flugfélögin gera bæði upp í Bandaríkjadölum og eru upphæðirnar umreiknaðar miðað við árslokagengi samkvæmt Seðlabanka Íslands.
Tapár eftir tapár
Viðsnúningur til hins verra varð á rekstri Icelandair á milli 2023 og 2024 um 4,3 milljarða króna. Flugfélagið hafði skilað hagnaði upp á 1,5 milljarða króna árið 2023. Það var í fyrsta sinn í árabil sem flugfélagið hafði skilað hagnaði en verulegt tap var af rekstrinum árin á undan.
-87.578 milljónir
Óhætt er að rekja það tap að stærstu leyti til Covid-19 faraldursins sem stöðvaði nær alla ferðaþjónustu um nokkur misseri. Áhrifin voru einna mest árið 2020, …
Athugasemdir (2)