Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“

Á síðustu árum hafa fjölmargir stigið fram og þá sérstaklega konur og lýst kynferðisofbeldi sem þær hafa lent í við tökur á kvikmyndum. Nýtilkomið hlutverk nándarþjálfa er sérstaklega ætlað að sporna við því. Á sama tíma og almenn viðbrögð eru jákvæð er þessi nýjung þó langt í frá orðinn sjálfsagður hlutur. Margt kemur þar til greina, ekki síst peningaskortur og eðli iðnaðar sem þarf að berjast fyrir hverju einasta verkefni.

Tjaldið féll

Í kjölfar #metoo hreyfingarinnar opnuðust flóðgáttir í íslensku samfélagi þar sem konur sögðu sögur sínar af kynferðisofbeldi og áreitni sem þær höfðu orðið fyrir. Hreyfingin skók alla anga samfélagsins og voru áberandi sögur kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð. Síðla árs 2017 skrifuðu 600 konur undir yfirlýsingu sem birt var undir nafninu Tjaldið fellur en  yfirlýsingunni fylgdu 62 sögur af kyn­ferð­islegu ­of­beldi, áreitni og kynbundinni mis­mun­un. Í mörgum tilfellum er þar um að ræða atvik sem hafa átt sér …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár