Á síðustu árum hafa fjölmargir stigið fram og þá sérstaklega konur og lýst kynferðisofbeldi sem þær hafa lent í við tökur á kvikmyndum. Nýtilkomið hlutverk nándarþjálfa er sérstaklega ætlað að sporna við því. Á sama tíma og almenn viðbrögð eru jákvæð er þessi nýjung þó langt í frá orðinn sjálfsagður hlutur. Margt kemur þar til greina, ekki síst peningaskortur og eðli iðnaðar sem þarf að berjast fyrir hverju einasta verkefni.
Tjaldið féll
Í kjölfar #metoo hreyfingarinnar opnuðust flóðgáttir í íslensku samfélagi þar sem konur sögðu sögur sínar af kynferðisofbeldi og áreitni sem þær höfðu orðið fyrir. Hreyfingin skók alla anga samfélagsins og voru áberandi sögur kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð. Síðla árs 2017 skrifuðu 600 konur undir yfirlýsingu sem birt var undir nafninu Tjaldið fellur en yfirlýsingunni fylgdu 62 sögur af kynferðislegu ofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun. Í mörgum tilfellum er þar um að ræða atvik sem hafa átt sér …
Athugasemdir