Fokjón einkennir versta óveður sem hefur gengið yfir Ísland síðustu ár og entist í rúman sólarhring. Að minnsta kosti tíu hús eyðilögðust á Stöðvarfirði á Austurlandi þar sem veður var verst, en öflugustu hviðurnar mátti finna í þeim landshluta, sem ferðuðust um á 66 metra hraða á sekúndu. Björgunarsveitir sinntu um 300 útköllum fyrir hádegið á fimmtudeginum.
Samfélagið lamað
Íslenskt samfélag var sem lamað meðan á þessu stóð. Skólar ýmist lokaðir eða með afar takmarkaða starfsemi, því sátu tugir þúsunda barna að auki heima á meðan versta illvirðrið gekk yfir. Sunnan illviðrið skilaði sér vel í mælingum og reyndist afar öflugt samkvæmt Veðurstofu Íslands. Frá því síðdegis og fram að miðnætti á miðvikudag mældist rok eða verra (meðalvindhraði yfir 24 m/s) á um 140 mælistöðvum. Enn sterkari vindur, ofsaveður eða fárviðri (meðalvindhraði yfir 28 m/s), var skráð á 62 stöðvum víða um land.
Algjörar hetjur
Þá var enginn griður gefinn …
Athugasemdir