Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Hagnaður Festis eykst og eigendur eiga von á 1,4 milljarða arði

Festi, sem er móð­ur­fé­lag Krón­unn­ar, N1 og fleiri versl­ana, skil­aði já­kvæðri af­komu upp á 6,4 millj­arða króna. Stærst­ur hluti þess er hagn­að­ur af rekstri fyr­ir­tækja í sam­stæð­unni. Stjórn Fest­is legg­ur til að greidd­ur verði 1,4 millj­arða arð­ur til eig­enda.

Hagnaður Festis eykst og eigendur eiga von á 1,4 milljarða arði
Þakkar viðskiptavinum Ásta Fjeldsted, forstjóri Festis, segir í tilkynningu vegna uppgjörsins að hún sé stolt af árangri síðasta árs, sem sé fyrst og fremst tryggum viðskiptavinum og einstöku starfsfólki að þakka. Mynd: Festi

Festi, sem á og rekur Krónuna, Lyfju, Elko og N1 auk fleiri fyrirtækja, hagnaðist um rúma fjóra milljarða króna á síðasta ári. Stjórn félagsins vill greiða eigendum 1,4 milljarða króna í arð út úr rekstrinum. Stærstu eigendur Festis eru lífeyrissjóðir. 

Í nýbirtum ársreikningi Festis kemur fram að til viðbótar við þennan fjögurra milljarða hagnað hafi virði fasteigna í eigu félagsins aukist um 2,4 milljarða króna. Heildarafkoman er því jákvæð um rúmlega 6,4 milljarða á síðasta ári.

Krónan verðmætust

Hagnaður ársins er 16,9 prósentum hærri en árið áður og segir í ársreikningi að það sé helst vegna dagvöru- og eldsneytishluta samstæðunnar. Það eru tekjur úr fyrirtækjunum Krónunni og N1, sem selja neytendum matvöru og bensín og dísilolíu.

Framlegð samstæðunnar hækkaði duglega á milli ára, sem að stórum hluta skýrist vegna innkomu Lyfju á miðju síðasta ári. Framlegðarhlutfall, sem segir hversu stór hluti af tekjum er …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konum fjölgar sem óttast um líf sitt
5
Úttekt

Kon­um fjölg­ar sem ótt­ast um líf sitt

Úr­ræða­leysi rík­ir hér á landi gagn­vart því að tryggja ör­yggi kvenna á heim­il­um sín­um og stjórn­völd draga lapp­irn­ar, seg­ir Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, sem var á lista BBC yf­ir 100 áhrifa­mestu kon­ur í heimi. Kon­um sem leita í at­hvarf­ið hef­ur fjölg­að. Oft gera þær lít­ið úr of­beld­inu og áfell­ast sig, en lýsa síð­an hryll­ingi inni á heim­il­inu. „Sjálfs­ásök­un­in sit­ur oft lengst í þeim.“
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár