Vilja ná stjórn á Airbnb og þak á fjölmiðlastyrki

Rík­is­stjórn­in til­kynnti helstu að­gerð­ir sín­ar fyr­ir vor­þing­ið á blaða­manna­fundi í dag, en þing­mála­skrá hef­ur nú ver­ið gerð op­in­ber. Þar koma fyr­ir breyt­ing­ar á sjáv­ar­út­vegi, sala Ís­lands­banka, bók­un 35 og lægri styrk­ir til einka­rek­inna fjöl­miðla.

Vilja ná stjórn á Airbnb og þak á fjölmiðlastyrki

Stjórn á Airbnb, innleiðing kílómetragjalds, breyting veiðigjalda og jólabónusar til örorku- og ellilífeyrisþega eru meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst hrinda í framkvæmd á vorþingi. 

Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag þar sem hún tilkynnti sín fyrstu verk – þingmálaskrá og verkefnalista á vorþingi. Öll málin sem kynnt voru á fundinum verða lögð fyrir þingið í febrúar eða mars.

Farið verður yfir það helsta sem ríkisstjórnin kynnti á fundi sínum í dag, en hér má finna þingmálaskrána í heild sinni.

Heimagisting takmörkuð við lögheimili

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði að lykilatriði væri að ráðast í bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og tryggja efnahagslegan stöðugleika. Hún lagði áherslu á að stofnað yrði ekki til viðbótarútgjalda nema hagræðing eða tekjuöflun kæmi þar á móti til að styðja við lækkun vaxta. 

Meðal bráðaaðgerða í húsnæðismálum væri að ná stjórn á Airbnb – takmarka heimagistingu við lögheimili eða frístundahús auk þess að tryggja það að íbúðir í heilsársútleigu væru skráðar sem atvinnuhúsnæði. Þá ætti að liðka fyrir uppbyggingu einingarhúsa og innleiða skráningaskyldu leigusamninga til að fá heildstæða mynd af þróun leigumarkaðarins. 

Kristrún segir bráðabirgðamat benda til þess að með aðgerðunum sé hægt að auka framboð íbúða um tvö þúsund á ári. 

Jólabónusar fyrir tvo milljarða

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti að ríkisstjórnin hygðist lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og koma í veg fyrir það að meðferðarrúrræðum yrðu lokað yfir sumarið. Þá stendur til að breyta lögum um fæðingar- og foreldraorlof til að bæta hag fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu.

Lagt verður fram frumvarp sem kveður á um það að aldursviðbót falli ekki niður þegar örorkulífeyrisþegi nær ellílífeyrisaldri. Aldursviðbótin fylgi þeim sem eiga engin eða takmörkuð atvinnutengd réttindi til ellilífeyris. „Einnig er með frumvarpinu lögð til sú breyting að örorku- og ellilífeyrir hækki árlega til samræmis við hækkun launavísitölu en þó aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs,“ segir í þingmálaskránni.

Enn fremur verði jólabónus til tekjulægri öryrkja og eldra fólks tryggður. Áætlaður kostnaður þessa er 2 milljarðar króna árið 2025 en þetta er stærsti útgjaldaliður fjáraukalaga. Inga boðar auk þess lög sem koma í veg fyrir kjaragliðnun launa. Lífeyrisgreiðslur munu því hækka á hverju ári í samræmi við hækkun launavísitölu – en þó aldrei minna en verðlag.

Bókun 35, búvörulög dregin til baka og sala Íslandsbanka

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, talaði um það að setja orkuþörf almennings og smærri fyrirtækja í forgang með frumvarpi í þessum mánuði. Þá ætti að einfalda, sameina og hraða málsmeðferð í leyfisveitingum virkjana.

Farið verður í það að vinda ofan af ólöglegum veitingum á búvörulögum strax á fyrstu dögum þingsins. Þau lög voru samþykkt á vorþingi 2024 og urðu strax mjög umdeild. En Þorgerður Katrín segir að unnið verði að nýju frumvarpi á forsendum almennra laga um samkeppni.

Breytingar verða gerðar á sjávarútvegi sem munu auka gegnsæi og réttlæti í greininni. Breytingar verða gerðar á veiðigjaldi, þannig að það endurspegli betur raunveruleg verðmæti í greininni og frumvarp þess efnis verður lagt fram í síðasta lagi í mars. Aðspurð sagði Kristrún að breytt veiðigjald ætti að skila nokkrum milljörðum til viðbótar í ríkissjóð en það gerir núna – en endanleg tala muni liggja fyrir þegar frumvarpið er tilbúið.

Þá stendur til að klára bókun 35 sem Þorgerður Katrín segir stórt neytendamál. Einnig stendur til að ljúka við sölu Íslandsbanka með gagnsæju söluferli þar sem almenningur mun fá forgang. 

Óperustarfsemi, breytingar á námslánum og lægri fjölmiðlastyrkir

Forsætisráðherra tilkynnti að vinna væri þegar hafin við endurskoðun á styrkjum til einkarekinna fjölmiðla en þak styrkjanna verði lækkað strax í vor. Nýtt fyrirkomulag muni verða tekið upp að ári. 

Hvað varðar menntamálin mun nýju fyrirkomulagi við námsmat komið á í grunnskólum og námsgögn í leik-, grunn-, og framhaldsskólum gerð gjaldfrjáls í áföngum. Þá verður ráðist í frekari breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna sem snúa meðal annars að styrkjum.

Til stendur að breyta lögum um sviðslistir sem mun hafa í för með sér að starfsemi óperunnar verði flutt inn í Þjóðleikhúsið og ráðast í heildarendurskoðun á Jöfnunarsjóði sveitarfélagana. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Já töffari er rétta orðið en AirBnB nálgunin er dauðadæmd enda bara sýndarúrræði. Því það hverfur ekki svo auðveldlega, kannski þær ættu að tala við Mannvirkjastofnun eða hvað það nú heitir frekar en að panta sér skýrslu. Smaskammtalækning þýðingar lítil og skapar feluleikur og skaðabótakröfur. 2000 er nefnilega rétt tæp 10 % af þörfinni, hún eykst um nær 3000 a ári nema auðvitað allir yfir 60 ára sé slegnir af. 3 milljónir túrista sem stoppa I 5 daga og þá sjáið þið að dæmið gengur ekki upp með AirBnB lokinni. Hótelin hafa einfaldlega ekki við. Enn eitt græðgisvandamal Íslendinga. Hætta að skrúfa meira frá krananum og dreifa vandanum ekki þétta byggð.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Við erum með alvöru töffara í brúnni engan misheppnaðan teffon gaur.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
5
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
3
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár