„Það er mat starfsmanna í framlínu stofnunarinnar að fyrirspurnum frá Bandaríkjamönnum hafi fjölgað á undanförnum mánuðum,“ segir í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Heimildarinnar um hvort borið hafi á auknum áhuga Bandaríkjamanna á flutningum til Íslands eftir að Donald Trump hlaut kjör til embættis Bandaríkjaforseta 5. nóvember síðastliðinn.
Sendiráðið ekki vart við áhyggjur en Íslendingar á brottvísunarlista
Hvað varðar Íslendinga á bandarískri grundu segist sendiráð Íslands ekki hafa orðið vart við áhyggjur frá þeim. Samkvæmt svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar eru engin tilfelli um að áhyggjufullir íslenskir ríkisborgarar hafi leitað til sendiráðsins í Washington D.C. í kjölfar embættistöku nýs Bandaríkjaforseta.
„Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsemi sendiráðs Íslands í Washington D.C. í Bandaríkjunum. [...] Sendiráðið mun eftir sem áður rækta tengslin við bandarískt stjórnkerfi og fylgja þeirri stefnu sem utanríkisráðherra setur í samskiptum við Bandaríkin,“ segir utanríkisráðuneytið.
Möguleikinn á að einhverjum íslenskum ríkisborgurum verði vísað frá Bandaríkjunum er þó fyrir hendi. …
Athugasemdir