Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Útlendingastofnun finnur fyrir aukningu á fyrirspurnum frá Bandaríkjamönnum

Það er mat starfs­manna Út­lend­inga­stofn­un­ar að fjölg­un hafi orð­ið á fyr­ir­spurn­um frá Banda­ríkja­mönn­um und­an­farna mán­uði. Eng­ir áhyggju­full­ir Ís­lend­ing­ar hafa leit­að til sendi­ráðs Ís­lands í Washingt­on D.C. í kjöl­far embættis­töku Don­alds Trump, að sögn ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins.

Útlendingastofnun finnur fyrir aukningu á fyrirspurnum frá Bandaríkjamönnum
Áhyggjur af réttindum minnihlutahópa hafa leitt til þess að sumir Bandaríkjamenn íhugi flutninga frá heimalandinu. Mynd: AFP

„Það er mat starfsmanna í framlínu stofnunarinnar að fyrirspurnum frá Bandaríkjamönnum hafi fjölgað á undanförnum mánuðum,“ segir í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Heimildarinnar um hvort borið hafi á auknum áhuga Bandaríkjamanna á flutningum til Íslands eftir að Donald Trump hlaut kjör til embættis Bandaríkjaforseta 5. nóvember síðastliðinn. 

Sendiráðið ekki vart við áhyggjur en Íslendingar á brottvísunarlista

Hvað varðar Íslendinga á bandarískri grundu segist sendiráð Íslands ekki hafa orðið vart við áhyggjur frá þeim. Samkvæmt svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar eru engin tilfelli um að áhyggjufullir íslenskir ríkisborgarar hafi leitað til sendiráðsins í Washington D.C. í kjölfar embættistöku nýs Bandaríkjaforseta.

„Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsemi sendiráðs Íslands í Washington D.C. í Bandaríkjunum. [...] Sendiráðið mun eftir sem áður rækta tengslin við bandarískt stjórnkerfi og fylgja þeirri stefnu sem utanríkisráðherra setur í samskiptum við Bandaríkin,“ segir utanríkisráðuneytið. 

Möguleikinn á að einhverjum íslenskum ríkisborgurum verði vísað frá Bandaríkjunum er þó fyrir hendi. …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár