Spurningaþraut Illuga 7. febrúar 2025: Hvaða fyrirbæri er þetta? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 7. fe­brú­ar.

Spurningaþraut Illuga 7. febrúar 2025: Hvaða fyrirbæri er þetta? og 16 aðrar spurningar
Fyrri myndaspurning: Hvaða fyrirbæri er þetta? Svarið þarf að vera nákvæmt.
Seinni myndaspurning:Hver er þessi karl? Það leynist raunar vísbending á myndinni, þótt ekki sé hún áberandi.

Almennar spurningar: 

  1. Hvaða á fellur um Parísarborg?
  2. Hver tók við af Agli Ólafssyni sem rödd Toyota í auglýsingum?
  3. Belzec, Majdanek, Neuengamme, Stutthof, Treblinka. Hvaða staðir eru þetta?
  4. Sturnus vulgaris heitir einn mjög algengur spörfugl á Íslandi. Hann er dökkleitur, fer um í hópum og margir hafa að ósekju illan bifur á honum. Hvað nefnist hann á íslensku?
  5. Fyrir hvaða stjórnmálaflokk situr Ásthildur Lóa Þórsdóttir á Alþingi Íslendinga?
  6. Novo Nordisk heitir eitt stærsta fyrirtæki á Norðurlöndum. Hvað framleiðir það?
  7. Hver er stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu?
  8. Hvað nefndist ástar- og fegurðargyðja Grikkja hinna fornu?
  9. Kasper, Jesper og ... hver?
  10. Í nóvember 1969 unnu þeir Pete Conrad og Alan Bean afrek sem engir í heiminum höfðu unnið á undan þeim – nema reyndar tveir menn sem höfðu gert hið sama fáeinum mánuðum fyrr. Hvað gerðu Conrad og Bean?
  11. Fyrirbæri eitt ber alþjóðlegt heiti sem sumir telja að hafi upphaflega þýtt „bitur drykkur“ en aðrir að meiningin hafi verið „heitt vatn“. Hvaða fyrirbæri er þetta?
  12. Heitt vatn einkennir sannarlega goshverinn fræga Gamla Geysi sem ekki ber að rugla saman við Geysi í Haukadal. Hvar er Gamli Geysir?
  13. Fyrir hvað var Leni Riefensthal fræg? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.
  14. Í hvaða hafi eru Havaí-eyjar?
  15. Hvað heitir eiginmaður Höllu Tómasdóttur fullu nafni?


Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er stjörnuþokan Andrómeda. Á seinni myndinni er Walt Disney. Vísbendingin er hluti af eyra Mikka Músar en Disney skapaði hann.
Svör við öðrum spurningum:
1.  Signa.  —  2.  Ólafur Darri.  — 3.  Dauðabúðir þýskra nasista í seinni heimsstyrjöld.  —  4.  Starri.  —  5.  Flokk fólksins.  —  6.  Lyf.  —  7.  Sikiley.  —  8.  Afródíta.  —  9.  Jónatan.  —  10.  Gengu um á tunglinu í Apollo 12.  —  11. Súkkulaði eða kakó, hvort tveggja telst rétt.  —  12.  Í Bandaríkjunum.  —  13.  Áróðursmyndir fyrir þýska nasista.  —  14.  Kyrrahafi.  —  15.  Björn Skúlason.
Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
3
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu