Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Borgin fellir tré vegna flugsamgangna

Borg­ar­stjóri hef­ur fall­ist á það að láta fella allt að 1.400 tré í Öskju­hlíð í áföng­um til að tryggja flu­gör­yggi á Reykja­vík­ur­flug­velli. Sam­göngu­stofa boð­aði lok­un annarr­ar flug­braut­ar vall­ar­ins fyrr í þess­um mán­uði.

Borgin fellir tré vegna flugsamgangna
1400 tré verða felld Trén í Öskjuhlíð verða felld í áföngum til að tryggja flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Mynd: Golli

Fyrr í þessum mánuði barst Isavia, sem rekur Reykjavíkurflugvöll, tilkynning frá Samgöngustofu þess efnis að loka þyfti annarri af tveimur flugbrautum vallarins sem fyrst vegna hæðar trjáa í Öskjuhlíð. Á annað þúsund trjáa væru of há sem hindraði flugumferð og ógnaði öryggi farþega. Þegar hafði verið bannað að fljúga flugbrautina í myrkri.

Í þessari viku tilkynnti Einar Þorsteinsson borgarstjóri að borgin hygðist fella tré í Öskjuhlíð í áföngum til að tryggja flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. 

Reykjavíkurflugvöllur er rétt við Öskjuhlíð og hefur um hríð verið deilt um hvort fella eigi hluta af trjánum að kröfu ISAVIA

Ákvörðun Reykjavíkurborgar á sér nokkuð langan aðdraganda en Isavia, Samgöngustofa og Reykjavíkurborg hafa eldað grátt silfur um hæð trjáa í Öskjuhlíð um töluvert skeið. Sumarið 2023 krafðist Isavia til dæmis þess að hátt í þrjú þúsund tré yrðu felld til að tryggja öryggi flugsamgangna. Beiðnir ISAVIA hafa mætt dræmum viðbrögðum borgarinnar. 

Í fyrra …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    The on and off discussion around the airports location sounded like a tragedy. Cutting down 1400 trees in this context sounds like a farce.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Borg­ar­stjóri hef­ur fall­ist á það að láta fella allt að 1.400 tré í Öskju­hlíð"
    Hefur borgarstjóri einn þetta vald?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár