Fyrr í þessum mánuði barst Isavia, sem rekur Reykjavíkurflugvöll, tilkynning frá Samgöngustofu þess efnis að loka þyfti annarri af tveimur flugbrautum vallarins sem fyrst vegna hæðar trjáa í Öskjuhlíð. Á annað þúsund trjáa væru of há sem hindraði flugumferð og ógnaði öryggi farþega. Þegar hafði verið bannað að fljúga flugbrautina í myrkri.
Í þessari viku tilkynnti Einar Þorsteinsson borgarstjóri að borgin hygðist fella tré í Öskjuhlíð í áföngum til að tryggja flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli.
Ákvörðun Reykjavíkurborgar á sér nokkuð langan aðdraganda en Isavia, Samgöngustofa og Reykjavíkurborg hafa eldað grátt silfur um hæð trjáa í Öskjuhlíð um töluvert skeið. Sumarið 2023 krafðist Isavia til dæmis þess að hátt í þrjú þúsund tré yrðu felld til að tryggja öryggi flugsamgangna. Beiðnir ISAVIA hafa mætt dræmum viðbrögðum borgarinnar.
Í fyrra …
Athugasemdir