Yfirlýsing Donalds Trump árið 2019, á fyrra forsetatímabili hans, um að kaup á Grænlandi væru rétt eins og hver önnur landakaup vöktu mikla athygli. Ýmsir töldu að Trump hefði sagt þetta í hálfkæringi en aðrir héldu því fram að honum hefði verið full alvara með orðum sínum. Nú er Donald Trump aftur orðinn forseti og af ummælum hans að dæma er hugmyndin um yfirráð Bandaríkjanna á Grænlandi ekki skyndihugdetta.
Hann hefur að minnsta kosti í tvígang eftir að hann tók við forsetaembættinu ítrekað þörf Bandaríkjanna fyrir yfirráð Grænlands: „Greenland is a wonderful place, we need it for international security. I‘m sure that Denmark will come along,“ sagði Trump.
Ekki eru allir á einu máli um hvernig bæri að túlka þessi ummæli forsetans en að minnsta kosti ljóst að hann stefnir að stórauknum áhrifum á Grænlandi.
Hefur ýtt við Dönum
Ummæli Bandaríkjaforseta um Grænland hafa sannarlega valdið titringi. Forsetinn er sagður …
Athugasemdir