Eigendur Bláa lónsins hafa nýtt hagnað af rekstri lónsins í Svartsengi til uppbyggingar víða um land. Á síðustu árum hafa þær fjárfestingar færst frá rekstri baðstaða sem nýta aukaafurðir orkuvinnslu, yfir í stórhuga framkvæmdir í náttúru Íslands. Dótturfyrirtæki Bláa lónsins standa fyrir uppbyggingu í Kerlingarfjöllum, Þjórsárdal og Hoffelli, auk þess að hafa tekið áður þátt í að byggja baðstaði víða um land. Heimildin hefur tekið saman lista yfir alla baðstaði sem Bláa lónið tengist.
Hoffell
Bláa lónið keypti sumarið 2024 bróðurpart jarðarinnar Hoffell 2 í Hornafirði. Byggja á upp baðstað, veitingastað og hótel í námunda við jökullónið. Seljendur voru hjónin Þrúðmar Þrúðmarsson og Ingibjörg Stefánsdóttir, sem hafa rekið gistingu og heitar laugar á jörðinni síðastliðinn áratug. Fyrirhuguð uppbygging er skammt frá Hoffellsjökli, sem skríður úr Vatnajökli, og verður útsýni yfir jökullónið sem þar er. Þegar er búið að semja við RARIK, orkufyrirtæki í eigu ríkisins, um aðgang að heitu vatni …
Athugasemdir