Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Þrengra um leigjendur en húseigendur

Í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar kem­ur fram að hátt hlut­fall leigj­enda telji hús­næði sitt vera of lít­ið. Al­geng­ara er að leigj­end­ur búi ekki á þeim stað sem þeir myndu helst kjósa en með­al þeirra sem búa í eig­in hús­næði.

Þrengra um leigjendur en húseigendur

Tæplega helmingur leigjenda, eða 46 prósent, telur húsnæðið sitt vera of lítið. Hlutfallið er 19 prósent meðal þeirra sem búa í eigin húsnæði. Núverandi húsnæði leigjenda er að meðaltali 76 fermetrar, en 135 fermetrar hjá húsnæðiseigendum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).  

Í skýrslunni segir að takmarkaðra framboð virðist vera á leiguhúsnæði en á húsnæði til eignar. Þetta megi sjá á því að algengara er að leigjendur búi ekki á þeim stað sem þeir myndu helst kjósa, en fimmti hver leigjandi myndi helst ekki kjósa að búa þar sem hann býr nú. Hlutfallið er talsvert lægra meðal húseigenda, eða sjö prósent.

Meðalleiga 244 þúsund krónur á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt skýrslunni lækkaði vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,9 prósent í desember. Meðalleiga á höfuðborgarsvæðinu í desember var 244 þúsund krónur, sem er um þremur prósentum meira en á sama tíma árið áður. 

Á síðastliðnu ári hefur vísitala leiguverðs hækkað um 12,6 prósent en vísitala neysluverðs um 4,8 prósent.

Þá hefur munurinn á markaðs- og meðalleigu á höfuðborgarsvæðinu aukist úr 24 þúsund krónum á mánuði upp í 30 þúsund krónur á síðustu 12 mánuðum.

Meðalleiguverð nýrra samninga á leiguíbúðum í eigu einstaklinga eða hagnaðardrifinna leigufélaga var 275 þúsund krónur á höfuðborgarsvæðinu í desember. „Til samanburðar nam meðalleiguverð nýrra samninga á slíkum íbúðum um 225 þúsund krónum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins,“ segir í skýrslunni.

Aukið framboð á höfuðborgarsvæðinu

Í upphafi nýs árs voru 3.890 íbúðir til sölu og fækkaði um rúmlega 200 frá því í desember. Í samanburði við ársbyrjun 2024 eru nú um 500 fleiri íbúðir til sölu á landinu öllu.

Meira framboð er á höfuðborgarsvæðinu í samanburði við upphaf síðasta árs, en þar hefur íbúðum til sölu fjölgað um 300. Fjölgunin skýrist að mestu af því að óseldum nýjum íbúðum hefur fjölgað en hlutdeild nýrra íbúða í framboði heldur áfram að hækka.

„Hlutdeild nýrra íbúða í framboði hefur ekki verið hærri frá því að gagnasöfnun hófst síðla árs 2017. Ein skýring á háu hlutfalli nú er að nýbyggingar koma í meira mæli fyrr á sölu en áður. Af um það bil 1.450 nýjum íbúðum til sölu á höfuðborgarsvæðinu í desember 2024 voru um 750 á matsstigi 1-5, sem þýðir að rúmlega helmingur auglýstra íbúða í nýbyggingum voru ekki fullbúnar,“ segir í skýrslunni.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Löngu lækkunarskeiði í raunverði íbúða lokið
FréttirHúsnæðismál

Löngu lækk­un­ar­skeiði í raun­verði íbúða lok­ið

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un kynnti ný­ver­ið nýtt fast­eigna­mat fyr­ir ár­ið 2025. Heild­armat á íbúð­um lands­ins allt hækk­aði um 3,2 pró­sent. Mun þetta vera í fyrsta sinn síð­an ár­ið 2010 að verð­þró­un íbúð­ar­hús­næð­is mæl­ist lægri en verð­bólga, sem mæl­ist rúm­lega sex pró­sent. Ým­is­legt bend­ir þó til þess að þessu lækk­un­ar­skeiði sé nú lok­ið og raun­verð­ið muni mæl­ast hærra en verð­bólga á næstu miss­er­um.
Draga upp dökka mynd af stöðu húsnæðismála í landinu
ViðskiptiHúsnæðismál

Draga upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála í land­inu

Ný mán­að­ar­skýrsla Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar dreg­ur upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála hér á land. Fram­boð á íbúð­um hef­ur minnk­að, eft­ir­spurn auk­ist sem hef­ur leitt af sér mikl­ar verð­hækk­an­ir. Þá hef­ur upp­bygg­ing á í nýju hús­næði dregst sam­an. Fjölgi áform­uð­um fram­kvæmd­um ekki á þessu ári mun fram­boð nýrra íbúða að­eins mæta þriðj­ungi af væntri hús­næð­is­þörf fyr­ir ár­ið 2026.
Framboð á íbúðum fyrir meðaltekjufólk snarminnkar
FréttirHúsnæðismál

Fram­boð á íbúð­um fyr­ir með­al­tekju­fólk snar­minnk­ar

Í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar kem­ur fram að þrátt fyr­ir auk­ið heild­ar­fram­boð á íbúð­um í borg­inni hef­ur íbúð­um sem fólk með með­al­tekj­ur gefst kost­ur á að kaupa hef­ur fækk­að mik­ið. Íbúð­ir með greiðslu­byrði und­ir 250.000 krón­um á óverð­tryggðu láni hef­ur fækk­að um helm­ing á þessu ári og að­eins að finna um 50 íbúð­ir til sölu sem falla und­ir við­mið HMS.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
4
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár