I
Vopnahlésfögnuður á Sonnenallee
Þegar fréttir berast af því að samningur hafi náðst milli Hamas og Ísraels um vopnahlé vekur það blendnar tilfinningar: Þýðir þetta að martröð síðustu 15 mánaða sé raunverulega að enda fyrir Gaza? Eða er þetta upphafið af nýjum kafla hennar?
Mun fólk gleyma Palestínu og yfirstandandi hernámi Ísraels og snúa sér að öðru nú þegar vopnahlé hefur tekið gildi, síðan sunnudaginn 19. janúar?
Blaðamenn taka púlsinn á Palestínumönnum og stuðningsfólki þeirra í borginni þar sem flestir Palestínumenn búa í allri Evrópu: Berlín.
Um tíma hefur önnur okkar, Salvör Gullbrá, verið að tala við konu á messenger sem er á Gaza, hún er ein af þeim sem hafa dregið fram lífið þar og hefur fyrir styrki frá Íslendingum til dæmis náð að kaupa vatn fyrir heilt hverfi af börnum. Systir hennar var drepin í sprengjuárás „í dag“ – þann 15. janúar, þegar þetta er skrifað. Þau …
Athugasemdir