Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Forstjóri TikTok mætir

TikT­ok er kom­ið aft­ur upp í Banda­ríkj­un­um eft­ir að hafa lok­að þar tíma­bund­ið í dag. Í yf­ir­lýs­ingu þakk­ar TikT­ok við­leitni Don­alds Trump til að bjarga for­rit­inu, en hann verð­ur sett­ur í embætti for­seta á morg­un. Trump vildi eitt sinn banna TikT­ok en nú tel­ur hann sam­fé­lags­mið­il­inn hafa haft mik­il áhrif á hversu vel hon­um tókst að ná til yngstu kjós­end­anna.

Forstjóri TikTok mætir

Shou Chew, forstjóra TikTok, hefur verið boðið að vera viðstaddur embættistöku Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta og sitja á meðal fyrrverandi forseta landsins. Þetta markar óvænta stefnubreytingu Trumps gagnvart TikTok, sem hann reyndi að banna árið 2020. 

Eftir að hann var kjörinn forseti í lok síðasta árs sagðist hann á blaðamannafundi vera orðinn hrifinn af TikTok, og að hann telji samfélagsmiðilinn eiga þátt í því hversu vel hann náði til yngstu kjósendanna í kosningabaráttunni. 

Bandaríkjaþing samþykkti lög á síðasta ári sem kröfðust þess að kínverska móðurfélagið ByteDance selji TikTok til fyrirtækis utan Kína fyrir 19. janúar, annars verði appið bannað í Bandaríkjunum. Þetta leiddi til þess að TikTok varð óvirkt fyrir bandaríska notendur tímabundið. Trump hefur lofað að bjarga forritinu í Bandaríkjunum eftir að hann tekur við embætti, sem er á morgun þann 20. janúar. Hann hefur íhugað að veita 90 daga frest til að semja um sölu eða aðra lausn sem myndi leyfa TikTok að starfa áfram í Bandaríkjunum.

Trump hefur einnig lýst því yfir að hann telji mikilvægt að TikTok haldi áfram að starfa í Bandaríkjunum til að tryggja samkeppni við aðra samfélagsmiðla. Hann hefur sérstaklega nefnt að án TikTok myndi Facebook njóta of mikilla yfirburða. Þrátt fyrir þessa afstöðu hefur Trump áður lýst yfir áhyggjum af öryggisógnum tengdum TikTok, en virðist nú frekar hlynntur því að finna lausn sem leyfir áframhaldandi starfsemi forritsins í Bandaríkjunum

Hann hefur sagst ætla að gefa út forsetaúrskurð, þegar hann hefur tekið við embætti, um að fresta banninu og veita ByteDance tíma til að finna kaupanda sem er Bandaríkjunum hliðhollur. Þá hefur hann einnig lagt til að bandaríska ríkið færi með helmings eignarhlut í fyrirtækinu til að halda því gangandi. 

Eftir að TikTok lokaði í Bandaríkjunum í dag, og var óaðgengilegt Bandaríkjamönnum í gegn um Apple Store og Google Play í um tólf klukkutíma, er það komið þar upp aftur. Í tilkynningu sagði TikTok að það væri komið aftur þökk sé viðleitni Trump til að bjarga því. 

Trump skrifaði á Truth Social, samfélagsmiðil sinn, að samningur um að bjarga TikTok með því að koma því í „góðar hendur” geti tryggt að það starfi áfram í Bandaríkjunum. Þá skrifaði hann einnig að án samþykkis Bandaríkjanna gæti fyrirtækið þurft að hætta rekstri, en með samþykki Bandaríkjanna gæti virði þess aukist gríðarlega. Trump undirstrikaði þetta með orðunum: „SAVE TIKTOK“ eða Björgum TikTok.

Í aðdraganda TikTok-bannsins var hins vegar gríðarlegur fjöldi Bandaríkjamanna sem færði sig yfir á annan kínverskan samfélagsmiðil, Xiaohongshu. Nafnið merkir Lítil rauð bók, en á ensku er forritið gjarnan kallað einfaldlega RedNote.

RedNote var stofnað 2013 og er með yfir 300 milljón notendur, en því var á tímabili lýst sem svari Kína við Instagram. Það hefur hins vegar notið afar takmarkaðra vinsælda utan Kína, þar til nú.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár