Forstjóri TikTok mætir

TikT­ok er kom­ið aft­ur upp í Banda­ríkj­un­um eft­ir að hafa lok­að þar tíma­bund­ið í dag. Í yf­ir­lýs­ingu þakk­ar TikT­ok við­leitni Don­alds Trump til að bjarga for­rit­inu, en hann verð­ur sett­ur í embætti for­seta á morg­un. Trump vildi eitt sinn banna TikT­ok en nú tel­ur hann sam­fé­lags­mið­il­inn hafa haft mik­il áhrif á hversu vel hon­um tókst að ná til yngstu kjós­end­anna.

Forstjóri TikTok mætir

Shou Chew, forstjóra TikTok, hefur verið boðið að vera viðstaddur embættistöku Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta og sitja á meðal fyrrverandi forseta landsins. Þetta markar óvænta stefnubreytingu Trumps gagnvart TikTok, sem hann reyndi að banna árið 2020. 

Eftir að hann var kjörinn forseti í lok síðasta árs sagðist hann á blaðamannafundi vera orðinn hrifinn af TikTok, og að hann telji samfélagsmiðilinn eiga þátt í því hversu vel hann náði til yngstu kjósendanna í kosningabaráttunni. 

Bandaríkjaþing samþykkti lög á síðasta ári sem kröfðust þess að kínverska móðurfélagið ByteDance selji TikTok til fyrirtækis utan Kína fyrir 19. janúar, annars verði appið bannað í Bandaríkjunum. Þetta leiddi til þess að TikTok varð óvirkt fyrir bandaríska notendur tímabundið. Trump hefur lofað að bjarga forritinu í Bandaríkjunum eftir að hann tekur við embætti, sem er á morgun þann 20. janúar. Hann hefur íhugað að veita 90 daga frest til að semja um sölu eða aðra lausn sem myndi leyfa TikTok að starfa áfram í Bandaríkjunum.

Trump hefur einnig lýst því yfir að hann telji mikilvægt að TikTok haldi áfram að starfa í Bandaríkjunum til að tryggja samkeppni við aðra samfélagsmiðla. Hann hefur sérstaklega nefnt að án TikTok myndi Facebook njóta of mikilla yfirburða. Þrátt fyrir þessa afstöðu hefur Trump áður lýst yfir áhyggjum af öryggisógnum tengdum TikTok, en virðist nú frekar hlynntur því að finna lausn sem leyfir áframhaldandi starfsemi forritsins í Bandaríkjunum

Hann hefur sagst ætla að gefa út forsetaúrskurð, þegar hann hefur tekið við embætti, um að fresta banninu og veita ByteDance tíma til að finna kaupanda sem er Bandaríkjunum hliðhollur. Þá hefur hann einnig lagt til að bandaríska ríkið færi með helmings eignarhlut í fyrirtækinu til að halda því gangandi. 

Eftir að TikTok lokaði í Bandaríkjunum í dag, og var óaðgengilegt Bandaríkjamönnum í gegn um Apple Store og Google Play í um tólf klukkutíma, er það komið þar upp aftur. Í tilkynningu sagði TikTok að það væri komið aftur þökk sé viðleitni Trump til að bjarga því. 

Trump skrifaði á Truth Social, samfélagsmiðil sinn, að samningur um að bjarga TikTok með því að koma því í „góðar hendur” geti tryggt að það starfi áfram í Bandaríkjunum. Þá skrifaði hann einnig að án samþykkis Bandaríkjanna gæti fyrirtækið þurft að hætta rekstri, en með samþykki Bandaríkjanna gæti virði þess aukist gríðarlega. Trump undirstrikaði þetta með orðunum: „SAVE TIKTOK“ eða Björgum TikTok.

Í aðdraganda TikTok-bannsins var hins vegar gríðarlegur fjöldi Bandaríkjamanna sem færði sig yfir á annan kínverskan samfélagsmiðil, Xiaohongshu. Nafnið merkir Lítil rauð bók, en á ensku er forritið gjarnan kallað einfaldlega RedNote.

RedNote var stofnað 2013 og er með yfir 300 milljón notendur, en því var á tímabili lýst sem svari Kína við Instagram. Það hefur hins vegar notið afar takmarkaðra vinsælda utan Kína, þar til nú.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár