Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Forstjóri TikTok mætir

TikT­ok er kom­ið aft­ur upp í Banda­ríkj­un­um eft­ir að hafa lok­að þar tíma­bund­ið í dag. Í yf­ir­lýs­ingu þakk­ar TikT­ok við­leitni Don­alds Trump til að bjarga for­rit­inu, en hann verð­ur sett­ur í embætti for­seta á morg­un. Trump vildi eitt sinn banna TikT­ok en nú tel­ur hann sam­fé­lags­mið­il­inn hafa haft mik­il áhrif á hversu vel hon­um tókst að ná til yngstu kjós­end­anna.

Forstjóri TikTok mætir

Shou Chew, forstjóra TikTok, hefur verið boðið að vera viðstaddur embættistöku Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta og sitja á meðal fyrrverandi forseta landsins. Þetta markar óvænta stefnubreytingu Trumps gagnvart TikTok, sem hann reyndi að banna árið 2020. 

Eftir að hann var kjörinn forseti í lok síðasta árs sagðist hann á blaðamannafundi vera orðinn hrifinn af TikTok, og að hann telji samfélagsmiðilinn eiga þátt í því hversu vel hann náði til yngstu kjósendanna í kosningabaráttunni. 

Bandaríkjaþing samþykkti lög á síðasta ári sem kröfðust þess að kínverska móðurfélagið ByteDance selji TikTok til fyrirtækis utan Kína fyrir 19. janúar, annars verði appið bannað í Bandaríkjunum. Þetta leiddi til þess að TikTok varð óvirkt fyrir bandaríska notendur tímabundið. Trump hefur lofað að bjarga forritinu í Bandaríkjunum eftir að hann tekur við embætti, sem er á morgun þann 20. janúar. Hann hefur íhugað að veita 90 daga frest til að semja um sölu eða aðra lausn sem myndi leyfa TikTok að starfa áfram í Bandaríkjunum.

Trump hefur einnig lýst því yfir að hann telji mikilvægt að TikTok haldi áfram að starfa í Bandaríkjunum til að tryggja samkeppni við aðra samfélagsmiðla. Hann hefur sérstaklega nefnt að án TikTok myndi Facebook njóta of mikilla yfirburða. Þrátt fyrir þessa afstöðu hefur Trump áður lýst yfir áhyggjum af öryggisógnum tengdum TikTok, en virðist nú frekar hlynntur því að finna lausn sem leyfir áframhaldandi starfsemi forritsins í Bandaríkjunum

Hann hefur sagst ætla að gefa út forsetaúrskurð, þegar hann hefur tekið við embætti, um að fresta banninu og veita ByteDance tíma til að finna kaupanda sem er Bandaríkjunum hliðhollur. Þá hefur hann einnig lagt til að bandaríska ríkið færi með helmings eignarhlut í fyrirtækinu til að halda því gangandi. 

Eftir að TikTok lokaði í Bandaríkjunum í dag, og var óaðgengilegt Bandaríkjamönnum í gegn um Apple Store og Google Play í um tólf klukkutíma, er það komið þar upp aftur. Í tilkynningu sagði TikTok að það væri komið aftur þökk sé viðleitni Trump til að bjarga því. 

Trump skrifaði á Truth Social, samfélagsmiðil sinn, að samningur um að bjarga TikTok með því að koma því í „góðar hendur” geti tryggt að það starfi áfram í Bandaríkjunum. Þá skrifaði hann einnig að án samþykkis Bandaríkjanna gæti fyrirtækið þurft að hætta rekstri, en með samþykki Bandaríkjanna gæti virði þess aukist gríðarlega. Trump undirstrikaði þetta með orðunum: „SAVE TIKTOK“ eða Björgum TikTok.

Í aðdraganda TikTok-bannsins var hins vegar gríðarlegur fjöldi Bandaríkjamanna sem færði sig yfir á annan kínverskan samfélagsmiðil, Xiaohongshu. Nafnið merkir Lítil rauð bók, en á ensku er forritið gjarnan kallað einfaldlega RedNote.

RedNote var stofnað 2013 og er með yfir 300 milljón notendur, en því var á tímabili lýst sem svari Kína við Instagram. Það hefur hins vegar notið afar takmarkaðra vinsælda utan Kína, þar til nú.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár