Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 17. janúar 2025 — Á hvaða eyju er myndin tekin? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 17. janú­ar.

Spurningaþraut Illuga 17. janúar 2025 — Á hvaða eyju er myndin tekin? og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Á hvaða afskekktu eyju er þessi mynd tekin?
Seinni mynd:Hvaða afreksmaður er þetta?

Almennar spurningar: 

  1. Hvenær dóu risaeðlurnar út? Fyrir 666 milljónum ára – 66 milljónum ára – 6 milljónum ára – 660 þúsund árum – 66 þúsund árum?
  2. Hver er Philomena Cunk?
  3. Hversu margar eru Hómerskviður?
  4. Karl nokkur Dönitz gegndi í 23 daga embætti sem hafði verið afar valdamikið en var að vísu orðið nær valdalaust þegar hann tók við því. Hann hafði vit á að leggja embættið niður og sat svo í fangelsi í tíu ár. Hvaða embætti var þetta?
  5. Hver leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Substance?
  6. Hvaða fræga hljómsveit gaf á sínum tíma út plötuna Let It Bleed?
  7. En hvaða fræga hljómsveit svaraði skömmu síðar með plötunni Let It Be?
  8. Hvað heitir höfuðborgin í Víetnam?
  9. Hvaða ráðherraembætti gegnir Inga Sæland? Svarið þarf að vera nákvæmt.
  10. Hvaða persóna í heimi Harry Potters á eða átti systkini sem heita að fornafni Ariana og Aberforth?
  11. „Atti katti nóa, atti katti nóa, emissa demissa dolla missa dei.“ Hvert er framhaldið?
  12. Hvers konar dýr er mjaldur?
  13. Hún er lærður dansari, starfar sem hugmynda- og textastjóri og er í aukavinnu sem eins konar veislustjóri í sjónvarpinu. Hvað kallast hún?
  14. Til hvaða borgar í Frakklandi fór Vigdís Finnbogadóttir til að læra frönsku?
  15. Hver er aðaluppistaðan í ítalska réttinum risotto?


Svör við myndaspurningum:
Fyrri myndin er tekin á Páskaeyju eða Rapa Nui. Það er auðséð af styttunum frægu sem sést í lengst til hægri. Á seinni myndinni er Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák.
Svör við almennum spurningum:
1.  Fyrir 66 milljónum ára.  —  2.  Persóna (umsjónarmaður) í grín-fræðsluþáttum um jörðina og lífið.  —  3.  Tvær.  —  4.  Foringi Þýskalands, eftirmaður Hitlers.  —  5.  Demi Moore.  —  6.  Rolling Stones.  —  7.  Bítlarnir.  —  8.  Hanoi.  —  9.  Félags- og húsnæðisráðherra.  —  10.  Albus Dumbledore.  —  11.  „Setra kolla missa radó.“  —  12.  Hvalur.  —  13.  Berglind Festival.  —  14.  Grenoble.  —  15.  Hrísgrjón.
Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
2
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár