Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Isavia svarar því ekki hvað áramótaauglýsingin kostaði

Op­in­bera hluta­fé­lag­ið Isa­via svar­ar því ekki hvað kostaði að fram­leiða og birta aug­lýs­ingu fyr­ir Ára­móta­s­kaup­ið. Fyr­ir­tæk­ið á ekki í sam­keppni við neinn um rekst­ur milli­landa­flug­valla. Tals­mað­ur Isa­via seg­ir aug­lýs­ing­una vera á veg­um Mark­aðs­ráðs Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og sé ætl­að að fá fólk til að vera leng­ur í flug­stöð­inni fyr­ir ferða­lög.

Isavia svarar því ekki hvað áramótaauglýsingin kostaði
Meiri tími í flugstöðinni Markmið auglýsingarinnar fyrir Áramótaskaupið var að fá fólk til að vera lengur í flugstöðvarbyggingunni og kaupa meira af vörum og þjónustu. Mynd: Golli

Talsmaður Isavia, opinbera hlutafélagsins sem á og rekur flugvelli í kringum landið, svarar því ekki hvað kostaði að framleiða og birta auglýsingu fyrirtækisins sem sýnd var fyrir Áramótaskaup Ríkissjónvarpsins um nýliðin áramót. Auglýsing á þeim tíma í dagskrá RÚV er ein dýrasta auglýsingabirting ársins í íslensku sjónvarpi. 

Fyrirtækið er í einokunarstöðu og er ekki í samkeppni við neitt annað fyrirtæki sem rekur flugvelli á Íslandi. Í skriflegu svari við fyrirspurn Heimildarinnar segir talsmaður fyrirtækisins að auglýsingin hafi verið kostuð af Markaðsráði Keflavíkurflugvallar og sé hluti af sameiginlegu markaðsstarfi aðila í ráðinu. Tilgangurinn er að fá fólk til að stoppa lengur á flugvellinum og kaupa þar þjónustu. 

Hvetja fólk til að vera á flugvellinum

Heimildin beindi þremur spurningum til ISAVIA vegna auglýsingarinnar: Hvað kostaði framleiðsla og gerð auglýsingarinnar, hvað kostaði birting auglýsingarinnar og í ljósi þess að Isavia á ekki í beinni samkeppni í rekstri flugvalla á Íslandi, hvert var markmið …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SGIG
    Sigurlaug Guðrún I Gísladóttir skrifaði
    Er þá ekki næsta spurning til þeirra um hverjir og eða hvaða fyrirtæki eru í þessu markaðsráði?
    0
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Samtrygging valda og auðmanna Íslands býður sig fram til þess að tryggja sjálfum sér sjálfvirkan og öruggan ágóða af Fríhöfninni. Fullkomið plan nema bara ekki auglýsa það á RÚV
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár