Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Draugar, lifandi og dánir

„Kött­ur á heitu blikk­þaki eft­ir Tenn­essee Williams er klass­ík af betri gerð­inni og birt­ist nú á Litla sviði Borg­ar­leik­húss­ins í glæ­nýrri þýð­ingu Jóns St. Kristjáns­son­ar und­ir leik­stjórn Þor­leifs Arn­ar Arn­ars­son­ar,“ skrif­ar leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir sem rýn­ir í verk­ið og seg­ir það bestu leik­sýn­ingu árs­ins til þessa.

Draugar, lifandi og dánir
Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Hilmir Snær Guðnason Leikhópurinn framkvæmir leikhúsgaldur sem er samtímis sjúklega fyndinn og sjúklega sorglegur, að sögn leikhúsgagnrýnanda Heimildarinnar.
Leikhús

Kött­ur á heitu blikk­þaki

Höfundur Tennessee Williams
Leikstjórn Þorleifur Örn Arnarsson
Leikarar Leikarar: Ásthildur Úa Sigurðardóttir, Halldór Gylfason, Hákon Jóhannesson, Heiðdís C. Hlynsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Sigurður Ingvarsson Leikmynd og búningar: Erna Mist Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason Þýðing: Jón St. Kristjánsson
Borgarleikhúsið
Gefðu umsögn

Ungur maður liggur í rúmi á ættaróðalinu, staðsett á plantekru föður síns. Fyrrum eigendur landareignarinnar, „piparsveinar“ sem deildu sama herbergi, eru löngu látnir en ungi maðurinn virðist staðráðinn í að fylgja þeim yfir móðuna miklu með því að drekka sig í hel.

Fortíðardraugar dvelja á ættaróðalinu ásamt fjölskyldunni sem er samankomin til að halda upp á stórafmæli fjölskylduföðurins, fortíðardraugar sem bera með sér eftirsjá, ókláruð samtöl og lygar.  Fyrsti þátturinn er nánast fullkominn hvað varðar innihald og form þar sem Brick og eiginkonan hans Maggie þræta, aðallega er það Maggie sem talar. Í öðrum þætti skiptir höfundurinn um takt þegar feðgarnir, Brick og Stóri pabbi, takast á en heldur sig við sömu stefin. Í þriðja þætti mætast allar persónur í lokauppgjöri. Hér er notast við breyttan þriðja þátt, endurskrifaðan að beiðni Elia Kazan, sem leikstýrði upphaflegu uppsetningunni á Broadway, þar sem Stóri pabbi snýr aftur eftir að hafa yfirgefið samtal …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
6
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár