Dæmdur hasssmyglari varð andlit Grænlandsáforma Trumps

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti fagn­aði í gær græn­lensk­um manni á sam­fé­lags­miðl­um sem ósk­aði þess að Banda­rík­in legðu land­ið und­ir sig. Mað­ur­inn á lang­an glæpa­fer­il að baki og var með­al ann­ars dæmd­ur í stóru hasss­mygl­máli þar í landi ár­ið 2019. Hann var eft­ir­lýst­ur tíu ár­um áð­ur eft­ir að hann slapp úr fang­elsi.

Dæmdur hasssmyglari varð andlit Grænlandsáforma Trumps

Ef þú gætir sagt hvað sem er við Trump, hvað myndir þú segja? 

Kauptu Grænland.

Svona byrjar myndband með hinum grænlenska Timmy Zeeb, sem stuðningsfólk Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur deilt á samfélagsmiðlum, rétt eins og forsetinn sjálfur gerði á samfélagsmiðli sínum Truth Social. 

„Grænland er ótrúlegur staður og fólkið þar mun græða virkilega mikið á því ef, og þegar, landið verður hluti af okkar þjóð. Við munum vernda það frá mjög grimmum heimi. GERUM GRÆNLAND GEGGJAÐ AFTUR!“ skrifaði forsetinn með myndbandinu.

Sonur Trumps, Donald Trump Jr., heimsótti Grænland á dögunum og vakti það mikla athygli vegna yfirlýsinga Trumps um að honum hugnist að ná undir sig Grænlandi.

Sakaferill Zeebs vekur athygli

Deilingar Trumps og stuðningsfólks hans á myndbandinu af Zeeb hafa orðið fréttamatur danskra og grænlenskra fjölmiðla af þeim sökum að Zeeb á langan sakaferil að baki. Hann var meðal annars dæmdur í fjögurra ára fangelsi í einu stærsta hassmáli Grænlands árið 2019 og var talinn lykilmaður í því máli.

Þegar hann sat í fangelsi 10 árum áður þurfti að lýsa eftir honum því honum hafði tekist að flýja úr fangelsinu, samkvæmt grænlenska miðlinum Sermitsiaq sem segir Zeeb þekktan fyrir hættulega glæpi.

Þegar danska ríkisútvarpið hafði samband við Zeeb í gær og óskaði eftir viðtali sagðist hann ekki hafa tíma í það. Í skriflegum skilaboðum sagðist hann hafa hitt fólk Trumps fyrir tilviljun og að fortíð hans á glæpabrautinni eigi ekki að draga úr hæfi hans til þess að hafa skoðun á mögulegri yfirtöku Bandaríkjanna á landinu. 

„Fjandinn sjálfur, nei. Allir eiga rétt á sínum skoðunum,“ skrifaði Zeeb og tók fram að hann hefði ekki fengið neitt greitt fyrir þátttöku sína í myndbandinu.

Í því segir Zeeb Dani misnota sér Grænlendinga og auðlindir þeirra. Því hugnist honum hugmyndir um sameiningu við Bandaríkin vel.

„Kauptu okkur! Kauptu Grænland.“ Við viljum ekki vera nýlenduríki Dana lengur,“ segir Zeeb, með Trump derhúfu á höfðinu.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kolbrun Þorkelsdottir skrifaði
    Gott væri að sjá samanburð á velferðarkerfi beggja landa, þ e sjúkratryggingar, fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur, ellilífeyrir o S fv.
    0
  • GH
    Greg Hill skrifaði
    Hér sérðu aftur hið sanna andlit 'maga'. Ég skammast mín fyrir að vera bandarísk núna.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
4
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár