Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Dæmdur hasssmyglari varð andlit Grænlandsáforma Trumps

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti fagn­aði í gær græn­lensk­um manni á sam­fé­lags­miðl­um sem ósk­aði þess að Banda­rík­in legðu land­ið und­ir sig. Mað­ur­inn á lang­an glæpa­fer­il að baki og var með­al ann­ars dæmd­ur í stóru hasss­mygl­máli þar í landi ár­ið 2019. Hann var eft­ir­lýst­ur tíu ár­um áð­ur eft­ir að hann slapp úr fang­elsi.

Dæmdur hasssmyglari varð andlit Grænlandsáforma Trumps

Ef þú gætir sagt hvað sem er við Trump, hvað myndir þú segja? 

Kauptu Grænland.

Svona byrjar myndband með hinum grænlenska Timmy Zeeb, sem stuðningsfólk Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur deilt á samfélagsmiðlum, rétt eins og forsetinn sjálfur gerði á samfélagsmiðli sínum Truth Social. 

„Grænland er ótrúlegur staður og fólkið þar mun græða virkilega mikið á því ef, og þegar, landið verður hluti af okkar þjóð. Við munum vernda það frá mjög grimmum heimi. GERUM GRÆNLAND GEGGJAÐ AFTUR!“ skrifaði forsetinn með myndbandinu.

Sonur Trumps, Donald Trump Jr., heimsótti Grænland á dögunum og vakti það mikla athygli vegna yfirlýsinga Trumps um að honum hugnist að ná undir sig Grænlandi.

Sakaferill Zeebs vekur athygli

Deilingar Trumps og stuðningsfólks hans á myndbandinu af Zeeb hafa orðið fréttamatur danskra og grænlenskra fjölmiðla af þeim sökum að Zeeb á langan sakaferil að baki. Hann var meðal annars dæmdur í fjögurra ára fangelsi í einu stærsta hassmáli Grænlands árið 2019 og var talinn lykilmaður í því máli.

Þegar hann sat í fangelsi 10 árum áður þurfti að lýsa eftir honum því honum hafði tekist að flýja úr fangelsinu, samkvæmt grænlenska miðlinum Sermitsiaq sem segir Zeeb þekktan fyrir hættulega glæpi.

Þegar danska ríkisútvarpið hafði samband við Zeeb í gær og óskaði eftir viðtali sagðist hann ekki hafa tíma í það. Í skriflegum skilaboðum sagðist hann hafa hitt fólk Trumps fyrir tilviljun og að fortíð hans á glæpabrautinni eigi ekki að draga úr hæfi hans til þess að hafa skoðun á mögulegri yfirtöku Bandaríkjanna á landinu. 

„Fjandinn sjálfur, nei. Allir eiga rétt á sínum skoðunum,“ skrifaði Zeeb og tók fram að hann hefði ekki fengið neitt greitt fyrir þátttöku sína í myndbandinu.

Í því segir Zeeb Dani misnota sér Grænlendinga og auðlindir þeirra. Því hugnist honum hugmyndir um sameiningu við Bandaríkin vel.

„Kauptu okkur! Kauptu Grænland.“ Við viljum ekki vera nýlenduríki Dana lengur,“ segir Zeeb, með Trump derhúfu á höfðinu.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kolbrun Þorkelsdottir skrifaði
    Gott væri að sjá samanburð á velferðarkerfi beggja landa, þ e sjúkratryggingar, fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur, ellilífeyrir o S fv.
    0
  • GH
    Greg Hill skrifaði
    Hér sérðu aftur hið sanna andlit 'maga'. Ég skammast mín fyrir að vera bandarísk núna.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár