Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Dæmdur hasssmyglari varð andlit Grænlandsáforma Trumps

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti fagn­aði í gær græn­lensk­um manni á sam­fé­lags­miðl­um sem ósk­aði þess að Banda­rík­in legðu land­ið und­ir sig. Mað­ur­inn á lang­an glæpa­fer­il að baki og var með­al ann­ars dæmd­ur í stóru hasss­mygl­máli þar í landi ár­ið 2019. Hann var eft­ir­lýst­ur tíu ár­um áð­ur eft­ir að hann slapp úr fang­elsi.

Dæmdur hasssmyglari varð andlit Grænlandsáforma Trumps

Ef þú gætir sagt hvað sem er við Trump, hvað myndir þú segja? 

Kauptu Grænland.

Svona byrjar myndband með hinum grænlenska Timmy Zeeb, sem stuðningsfólk Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur deilt á samfélagsmiðlum, rétt eins og forsetinn sjálfur gerði á samfélagsmiðli sínum Truth Social. 

„Grænland er ótrúlegur staður og fólkið þar mun græða virkilega mikið á því ef, og þegar, landið verður hluti af okkar þjóð. Við munum vernda það frá mjög grimmum heimi. GERUM GRÆNLAND GEGGJAÐ AFTUR!“ skrifaði forsetinn með myndbandinu.

Sonur Trumps, Donald Trump Jr., heimsótti Grænland á dögunum og vakti það mikla athygli vegna yfirlýsinga Trumps um að honum hugnist að ná undir sig Grænlandi.

Sakaferill Zeebs vekur athygli

Deilingar Trumps og stuðningsfólks hans á myndbandinu af Zeeb hafa orðið fréttamatur danskra og grænlenskra fjölmiðla af þeim sökum að Zeeb á langan sakaferil að baki. Hann var meðal annars dæmdur í fjögurra ára fangelsi í einu stærsta hassmáli Grænlands árið 2019 og var talinn lykilmaður í því máli.

Þegar hann sat í fangelsi 10 árum áður þurfti að lýsa eftir honum því honum hafði tekist að flýja úr fangelsinu, samkvæmt grænlenska miðlinum Sermitsiaq sem segir Zeeb þekktan fyrir hættulega glæpi.

Þegar danska ríkisútvarpið hafði samband við Zeeb í gær og óskaði eftir viðtali sagðist hann ekki hafa tíma í það. Í skriflegum skilaboðum sagðist hann hafa hitt fólk Trumps fyrir tilviljun og að fortíð hans á glæpabrautinni eigi ekki að draga úr hæfi hans til þess að hafa skoðun á mögulegri yfirtöku Bandaríkjanna á landinu. 

„Fjandinn sjálfur, nei. Allir eiga rétt á sínum skoðunum,“ skrifaði Zeeb og tók fram að hann hefði ekki fengið neitt greitt fyrir þátttöku sína í myndbandinu.

Í því segir Zeeb Dani misnota sér Grænlendinga og auðlindir þeirra. Því hugnist honum hugmyndir um sameiningu við Bandaríkin vel.

„Kauptu okkur! Kauptu Grænland.“ Við viljum ekki vera nýlenduríki Dana lengur,“ segir Zeeb, með Trump derhúfu á höfðinu.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kolbrun Þorkelsdottir skrifaði
    Gott væri að sjá samanburð á velferðarkerfi beggja landa, þ e sjúkratryggingar, fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur, ellilífeyrir o S fv.
    0
  • GH
    Greg Hill skrifaði
    Hér sérðu aftur hið sanna andlit 'maga'. Ég skammast mín fyrir að vera bandarísk núna.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
5
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár