Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Trump hótar aðgerðum ef Danmörk gefur ekki Grænland

Don­ald Trump, verð­andi Banda­ríkja­for­seti, úti­lok­ar ekki að beita hern­að­ar­valdi til að ná Græn­landi und­ir Banda­rík­in.

Trump hótar aðgerðum ef Danmörk gefur ekki Grænland
Donald Trump jr. á Grænlandi í dag Sonur forsetans ræddi við fjölmiðla og situr hér fyrir á sjálfsmynd með grænlenskum aðdáanda í höfuðborginni Nuuk. Mynd: AFP

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, gaf í dag í fyrsta sinn til kynna að Bandaríkin gætu beitt hernaðarvaldi til þess að ná undir sig Grænlandi, sem og Panamaskurðinum.

Fyrr í dag var sonur hans, Donald Trump jr, í persónulegri heimsókn á Grænlandi, þar sem hann ræddi meðal annars við fjölmiðlafólk.

Spurður af fréttamönnum á setri hans við Mar-a-Lago í Flórída hvort hann myndi útiloka að beita „hernaðarlegum eða efnahagslegum þvingunum“ til þess að ná Panamaskurðinum og Grænlandi undir Bandaríkin sagði Bandaríkjaforseti „nei“. „Ég get fullvissað þig um hvorugt, en ég get sagt að við þurfum þau fyrir efnahagslegt öryggi,“ sagði hann.

„Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi er alger nauðsyn,“ sagði Donald Trump í desember.

Þá sagði Trump í dag að ef Danmörk myndi ekki gefa Bandaríkjunum Grænland, skyldu Bandaríkin „beita Danmörku tollum á háu stigi“.

„Þetta verður gullöld Bandaríkjanna. Við erum núna land í umsátri,“ sagði Trump að lokum.

Bæði grænlensk og dönsk yfirvöld hafa staðfastlega tekið fram að Grænland sé á forræði íbúa þess, en líklegt er talið að framundan séu kosningar um sjálfstæði landsins.

Trumpistar á GrænlandiGrænlandingar prýddir höfuðfati trumpista biðu komu Donalds Trumps yngri á flugvellinum í Nuuk í dag.

Múte B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, segir í tilefni orða Trumps að hvorki Danir né Bandaríkjamenn muni ráða framtíð Grænlands. „Lof mér að endurtaka það: Grænlands er Grænlendinga. Okkar framtíð og barátta fyrir sjálfstæði er okkar mál,“ sagði hann. „Danir, Bandaríkjamenn og allir aðrir geta haft skoðanir, en við látum móðursýkina ekki fanga okkur eða stýrumst af öðrum. Því okkar framtíð er okkar og verður mörkuð af okkur.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár