Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Trump hótar aðgerðum ef Danmörk gefur ekki Grænland

Don­ald Trump, verð­andi Banda­ríkja­for­seti, úti­lok­ar ekki að beita hern­að­ar­valdi til að ná Græn­landi und­ir Banda­rík­in.

Trump hótar aðgerðum ef Danmörk gefur ekki Grænland
Donald Trump jr. á Grænlandi í dag Sonur forsetans ræddi við fjölmiðla og situr hér fyrir á sjálfsmynd með grænlenskum aðdáanda í höfuðborginni Nuuk. Mynd: AFP

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, gaf í dag í fyrsta sinn til kynna að Bandaríkin gætu beitt hernaðarvaldi til þess að ná undir sig Grænlandi, sem og Panamaskurðinum.

Fyrr í dag var sonur hans, Donald Trump jr, í persónulegri heimsókn á Grænlandi, þar sem hann ræddi meðal annars við fjölmiðlafólk.

Spurður af fréttamönnum á setri hans við Mar-a-Lago í Flórída hvort hann myndi útiloka að beita „hernaðarlegum eða efnahagslegum þvingunum“ til þess að ná Panamaskurðinum og Grænlandi undir Bandaríkin sagði Bandaríkjaforseti „nei“. „Ég get fullvissað þig um hvorugt, en ég get sagt að við þurfum þau fyrir efnahagslegt öryggi,“ sagði hann.

„Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi er alger nauðsyn,“ sagði Donald Trump í desember.

Þá sagði Trump í dag að ef Danmörk myndi ekki gefa Bandaríkjunum Grænland, skyldu Bandaríkin „beita Danmörku tollum á háu stigi“.

„Þetta verður gullöld Bandaríkjanna. Við erum núna land í umsátri,“ sagði Trump að lokum.

Bæði grænlensk og dönsk yfirvöld hafa staðfastlega tekið fram að Grænland sé á forræði íbúa þess, en líklegt er talið að framundan séu kosningar um sjálfstæði landsins.

Trumpistar á GrænlandiGrænlandingar prýddir höfuðfati trumpista biðu komu Donalds Trumps yngri á flugvellinum í Nuuk í dag.

Múte B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, segir í tilefni orða Trumps að hvorki Danir né Bandaríkjamenn muni ráða framtíð Grænlands. „Lof mér að endurtaka það: Grænlands er Grænlendinga. Okkar framtíð og barátta fyrir sjálfstæði er okkar mál,“ sagði hann. „Danir, Bandaríkjamenn og allir aðrir geta haft skoðanir, en við látum móðursýkina ekki fanga okkur eða stýrumst af öðrum. Því okkar framtíð er okkar og verður mörkuð af okkur.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár