„Ég hef bara eina kröfu, hún er sú að húsið verði rifið niður og fjarlægt,“ segir Kristján Hálfdánarson þar sem hann stendur í Ráðhúsi Reykjavíkur ásamt nágrönnum sínum, þeim Jóhönnu Hansen og Ingibjörgu Pétursdóttur. Öll búa þau í Árskógum 7 í Breiðholti, húsi sem liggur að nýreistu vöruhúsi við Álfabakka 2.
Mikið hefur verið fjallað um mál vöruhússins í fjölmiðlum síðustu vikur, en stærðarinnar atvinnuhúsnæði var nýlega reist aðeins 14 metrum frá fjölbýlishúsi í Árskógum. Skemman, sem hefur verið uppnefnd „græna gímaldið“ er jafnhá fjölbýlishúsinu og íbúðirnar sem að henni snúa hafa því takmarkað útsýni miðað við það sem var fyrir skemmstu.
Íbúar Árskóga 7 voru komnir í Ráðhúsið til að vera viðstaddir borgarstjórnarfund þar sem á dagskrá var að ræða um mál vöruhússins við Álfabakka. Á fundinum voru tvær tillögur lagðar fram, annars vegar frá borgarfulltrúa Flokks fólksins og hins vegar frá borgarfulltrúum …
Athugasemdir (3)