Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
VG Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segir kosningaúrslitin hafa verið sár vonbrigði. Mynd: Golli

Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna boðar að hreyfingin muni veita nýrri ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins aðhald í lykilmálaflokkum; umhverfis- og náttúruverndarmálum, friðarmálum og í málum sem snerta jöfnuð, þrátt fyrir að flokkurinn eigi enga kjörna kjörna fulltrúa á Alþingi lengur. Þetta er á meðal þess sem Svandís ritaði í áramótagrein sem birt var á vefsvæði VG á gamlársdag.

Þar gerir Svandís upp árið í stjórnmálum og fjallar um dapurt gengi VG í þingkosningunum 1. desember. Hún segir að henni hafi verið ljóst þegar hún tók við formannsembættinu á landsfundi flokksins í október að staða flokksins væri alvarleg, en að landsfundurinn hafi þó verið sterkur, grasrótin styrkst og gamlir félagar komið aftur að starfinu.

Þegar boðað var til kosninga hafi hins vegar legið fyrir að Vinstri græn hefðu skamman tíma til að stilla saman strengi og byggja upp skýran valkost fyrir kjósendur. 

„Fylgið hafði verið lágt allt frá vordögum og undir 5% frá í mars og náði aldrei að rétta úr kútnum. Ástæðurnar eru margar og ólíkar. Ríkisstjórnin var orðin afar óvinsæl og allir flokkarnir þrír í þröngri stöðu. Mikið var fjallað um 5% mörkin í fjölmiðlum og ítrekað vorum við reiknuð út af þingi auk þess sem röddum sem fjölluðu um taktíska kosningu og hættu á að sóa atkvæði sínu óx ásmegin,“ skrifar Svandís. 

Formaðurinn slær þannig svipaðan tón og heyrðist frá einstaklingum innan Vinstri grænna í kosningabaráttunni, að áhersla fjölmiðla og álitsgjafa þeirra á fimm prósent mörkin, eða það hlutfall atkvæða sem þarf að ná á landsvísu til að fá úthlutað jöfnunarþingmönnum, gæti orðið til þess að kjósendur fældust frá flokknum, jafnvel þrátt fyrir að einhver von væri um að flokkurinn gæti náð inn kjördæmakjörnum þingmönnum í sínum sterkustu kjördæmum.

VG líti í eigin barm en minnist ekkert á starfsstjórnina

Svandís segir flokkinn hins vegar einnig þurfa að líta í eigin barm. „Var samstarfið okkur of dýrkeypt? Tiltekin mál höfðu haft áhrif; salan á Íslandsbanka, breytingar á útlendingalögum og undir það síðasta einfaldlega samstarfið sem slíkt. Málefnalegur ágreiningur varð tíðari, óyndið hlóðst upp og hafði í raun verið vaxandi allan tímann og sífellt sýnilegra öllum. Ytri áskoranir höfðu líka áhrif; heimsfaraldur, eldhræringar, forsetaframboð, veikindi,“ skrifar Svandís í áramótakveðju sinni.

Í þessari upptalningu á mögulegum ástæðum fyrir löku gengi Vinstri grænna nefnir Svandís hins vegar ekki það sem margir álitsgjafar hafa talað um sem veigamikla ástæðu fyrir hruni flokksins út af þingi, þá ákvörðun að taka ekki sæti í starfsstjórn fram að kosningum og hefja þannig kosningabaráttuna á því að virðast á harðahlaupum undan ábyrgð á stjórn landsins. 

Segir hreyfinguna með skýra framtíðarsýn

Nokkuð hefur verið fjallað um það hvaða framtíð bíði Vinstri grænna, í ljósi þess að flokkurinn fékk ekki einu sinni nægilegt atkvæðamagn í kosningunum til að fá smávegis framlög úr ríkissjóði inn í starfið á kjörtímabilinu. Gamlir áhrifamenn í flokknum hafa sumir talað með þeim hætti að vinstri vængurinn í stjórnmálum þurfi að endurskipuleggja sig.

Í grein Svandísar segir hins vegar að áfangar sem VG hafi náð í sögu sinni, og tiltekur þar auk annars endurreisnarstarfið eftir efnahagshrunið 2008 og þungunarrofslögin frá 2019, sýni að VG sé nauðsynlegur hluti af íslenskri stjórnmálasögu og „hvers vegna okkar hlutverk verður enn mikilvægara á komandi árum“

Svandís segir einnig að kosningaúrslitin hafi verið „sár vonbrigði og áminnig um að VGE þarf að endurnýja tengsl sín við fólkið í landinu“. 

„Við heyrðum skýra kröfu um meiri nálægð við fólk, sterkari grasrót og skýrari framtíðarsýn. Þetta er verkefni sem við tökum alvarlega. Við munum efla tengsl við sveitarstjórnarfólkið okkar, skerpa á skilaboðunum og tryggja að stefna VG endurspegli þörf almennings fyrir breytingar. VG hefur aldrei haft það að meginmarkmiði að afla sér vinsælda heldur að taka ábyrgð og hafa áhrif – og sú hreyfing mun halda áfram að breyta samfélaginu til betri vegar með kjarki, samstöðu og framsýni,“ skrifar Svandís Svavarsdóttir.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MK
    Matthías Kristiansen skrifaði
    Enn ein sönnun þess að flokkar vinstra megin geta ekki annað en tapað á samstarfi við XD
    0
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Myndun einnar auðræðisríkistjórnar með Sjálfstæðisflokknum dugði mér til að gefast upp á VG. Svo bættist við önnur. Þá gáfust fleiri upp. Svo stakk skiptstjórinn af til að þjóna eigin metnaði, en það var samt Svandís sem stimplaði VG endanlega út með því að yfirgefa sökkvandi skipið líka þannig að Bjarni hafði frítt spil í hvalamálinu.
    3
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Vg pissaði í skóinn sinn með því að yfirgefa sökkvandi dall á ögurstundu og standa ekki vaktina í starfsstjórninni. Það er gjörsamlega óskiljanlegur aumingjaskapur sem margir umhverfis- og dýraverndunarsinnar, sem hugsanlega hefðu kosið hreyfinguna, gátu alls ekki fyrirgefið. Svandís neitar að horfast í augu við þann raunveruleika svo eftir er tekið.

    Hvað kom fyrir þessa stjórnmálakonu sem er svo verulega hokin af reynslu í pólitík og þeim refskákum sem henni fylgja? Það er eins og hún hafi bara gefist upp og pakkað saman. Furðulegt!

    Vg á þetta brotthvarf að alþingi skuldlaust. Sjálfsvinnan hefst á því að viðurkenna þessi, og önnur, afdrifaríku afglöp.
    8
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Þegar búið var að svíkja baklandið þá var ekkert eftir og allir farnir.
    Hún bara virðist ekki skilja það.
    6
    • Orri Olafur Magnusson skrifaði
      Reynir Traustason ritstjóri hittir naglann á höfuðið þegar hann segir að VG hafi gert sjálfa sig "óþarfa" sem pólitíska hreyfingu ; VG elti Katrínu Jakobsdóttur í blindni í augljósar ógöngur og Katrín elti xD hvert á land sem sá flokkur fór . Nú, þegar ekkert er lengur upp úr þingsetu , ráðherrastólum og þingbitlingum að hafa , mun þessi söfnuður rótlausra tækifærissinna flosna upp og leita á ný mið . Spurningin er aftur á móti sú, hvort neinn kæri sig um að sjá þetta lið framar - ég er smeykur um ekki
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár