Á þröskuldi breytinganna

Fá­menn­ið hér­lend­is er stað­reynd sem mað­ur átt­ar sig bet­ur á við að hafa starf­að er­lend­is sam­kvæmt Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur og seg­ir hún okk­ur þurfa á því að halda að vera hluti af stærri heild sem geti stutt okk­ur við að efla stjórn­sýsl­una og stjórn­kerf­ið. Þar sé Evr­ópu­sam­band­ið og krís­u­stjórn­un þess ann­að skýrt dæmi.

Á þröskuldi breytinganna
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum formaður Samfylkingarinnar, borgarstjóri, þingmaður og ráðherra verður sjötug nú á gamlársdag. Hún var í ítarlegu viðtali í áramótablaði Vísbendingar sem helgað er alþjóðamálum og kom út þann 20. desember. Mynd: Golli

Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lauk stjórnmálaferlinum á Íslandi þá sótti hún um stöðu hjá Sameinuðu þjóðunum til að verða yfirmaður UN Women í Afganistan í Kabúl þar sem hún starfaði 2011-2013. Þaðan fór hún til að setja á fót svæðisskrifstofu UN Women fyrir Evrópu og Mið-Asíu sem staðsett er í Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún starfar til ársins 2017. Þriðja staðan sem hún sinnir næstu þrjú árin er að stýra lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu sem starfrækt er í Varsjá í Póllandi. Verkefni stofnunarinnar er að hafa eftirlit með lýðræðismálefnum, eins og að sinna konsingaeftirliti og mannréttindum í löndunum. Loks tekur hún árið 2021 að sér fjórða verkefnið, sem var að vera sérstakur sendifulltrúi António Guterres aðalritara Sameinuðu þjóðanna í Bagdad í Írak þar sem mikilvægar kosningar áttu sér meðal annars stað á því ári. Síðustu þrjú ár hefur Ingibjörg Sólrún sinnt tilteknum verkefnum við kosningaeftirlit, nú síðast með Evrópuþingskosningunum. 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum formaður Samfylkingarinnar, borgarstjóri, þingmaður og ráðherra verður sjötug nú á gamlársdag. Hún var í ítarlegu viðtali í áramótablaði Vísbendingar sem helgað er alþjóðamálum og kom út þann 20. desember.

Ingibjörg Sólrún segir meðal annars frá því í viðtalinu að íslensk stjórnvöld hafi ekki viljað þiggja aðstoð við kosningalöggjöfina hérlendis frá ODIHR lýðræðis- og mannréttindastofnuninni sem hún stýrði í Varsjá, þrátt fyrir að það væri Íslendingum að kostnaðarlausu sem aðilar að Öryggis- og samvinnustofnuninni, ÖSE. Hún er einnig mjög gagnrýnin á það að Varnarmálastofnun hafi verið lögð niður og verkefnum hennar deilt á marga staði. Við stöndum nú verr að vígi varðandi þekkingu á sviði öryggis- og varnarmála – einmitt þegar að staðan í heiminum sé þannig að mikillar þekkingar og reynslu væri þörf á hér í þeim málaflokki.

Bakslag á alþjóðavísu

Fámennið hérlendis er staðreynd sem maður áttar sig betur á við að hafa starfað erlendis samkvæmt Ingibjörgu Sólrúnu og segir hún okkur þurfa á því að halda að vera hluti af stærri heild sem geti stutt okkur við að efla stjórnsýsluna og stjórnkerfið. Þar sé Evrópusambandið og krísustjórnun þess annað skýrt dæmi.

Undir lok viðtalsins kemur Ingibjörg Sólrún síðan inn á jafnréttismálin og visst bakslag þar á alþjóðavísu sem að hún tengir við misskiptingu og ójöfnuð. Sama eigi við hérlendis þegar að ólíklegast fólk sé farið að tala fyrir því að konur fari aftur inn á heimilin í hefðbundin húsmæðrastörf. Þegar að fjölskyldulífið veldur svo miklu álagi með erfiðleikum við að ná endum saman þá geti það birtist í því að draumarnir verði um eitthvað ímyndað einfalt líf sem fólk sjái fyrir sér í ömmum og öfum æsku sinnar.

Ritstjóri Vísbendingar óskar Ingibjörgu Sólrúnu innilega til hamingju með stóráfangan á þessum gamlársdegi.


Viðtalið við Ingibjörgu Sólrúnu mál lesa í heild sinni hér á vef Vísbendingar.  

Áskrift að Vísbendingu má kaupa hér.

Áramótablað Vísbendingar telur 36 síður þar sem er að finna tíu greinar eftir sérfræðinga og fræðimenn á mismunandi sviðum sem fjalla um stöðu alþjóðamálanna frá ólíkum sjónarhólum, þar sem margar greinanna koma inn á endurkjör Trumps og tvær þeirra fjalla um stórveldi Kína eftir prófessorana Geir Sigurðsson og Val Ingimundarson. Einnig er fjallað um Evruna, Bretland eftir Brexit, vantraust í stjórn Frakklands, vendingar í stjórnmálum Japans og stórveldið sem Indland er orðið í grein eftir dr. Jón Orm Halldórsson. Í blaðinu er einnig annað viðtal, við Clöru Ganslandt sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Áramótaljóðið í Vísbendingu er eftir Braga Ólafsson og heitir Frá heimsþingi esperantista. Leiðara blaðsins ásamt efnisyfirlit þess má lesa hér.


Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Vísbending

Mest lesið

Varð skugginn af sjálfri sér
5
Móðursýkiskastið#6

Varð skugg­inn af sjálfri sér

Í þess­um loka­þætti Móð­ur­sýkiskasts­ins fá­um við að heyra frá konu sem var sett á lyf sem gætu hafa haft mjög nei­kvæð áhrif á heilsu henn­ar. Lyf sem henni voru gef­in við sjúk­dómi sem svo kom í ljós að hún var ekki með. Hún gekk á milli lækna í ald­ar­fjórð­ung áð­ur en hún fékk rétta grein­ingu. Ragn­hild­ur Þrast­ar­dótt­ir hef­ur um­sjón með þáttar­öð­inni. Hall­dór Gunn­ar Páls­son hann­aði stef og hljóð­heim þátt­anna. Þátt­ur­inn í heild sinni er að­eins að­gengi­leg­ur áskrif­end­um Heim­ild­ar­inn­ar. Áskrift má nálg­ast á heim­ild­in.is/askrift.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár