Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Frábrugðin öðru í þessu jólabókaflóði

Bragi Páll Sig­urð­ar­son hef­ur á síð­ustu ár­um skip­að sér í röð okk­ar ósvífn­ustu og fyndn­ustu höf­unda, að sögn Sölku Guð­munds­dótt­ur, sem las nýju bók­ina hans, Næst­síð­asta líf Jens Ólafs­son­ar Ol­sen.

Frábrugðin öðru í þessu jólabókaflóði
Bók

Næst­síð­asta líf Jens Ólafs­son­ar

Höfundur Bragi Páll Sigurðarson
Sögur útgáfa
202 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Jens Ólafsson Olsen, sýslumannsfulltrúi á Þórshöfn, var appelsínugulur í framan og sá ofsjónir. Þetta ástand var honum framandi, ekki af ásetningi og truflaði hann umtalsvert.“ (bls. 11) Svo hefst nýjasta skáldsaga Braga Páls Sigurðarsonar sem hefur á síðustu árum skipað sér í röð okkar ósvífnustu og fyndnustu höfunda. Efnistök Braga eru jafnan ögrandi og hið líkamlega og hið lítilmótlega leika þar stórt hlutverk. Það er gaman að því hversu hressilega lesendahópur Braga hefur stækkað á stuttum tíma en með skáldsögunni Arnaldur Indriðason deyr (2021) vakti hann athygli út fyrir þann hóp sem hafði áður fylgst með honum.

Lægsti samnefnari mennskunnar

Líkt og upphafssetningin og titillinn bera með sér fjallar þessi nýjasta skáldsaga höfundarins um Jens Ólafsson Olsen, sem er í upphafi bókar einstaklega ógeðfelldur maður. Hann er einhvers konar lægsti samnefnari mennskunnar, siðlaus og skeytingarlaus lögfræðingur sem helst á í félagslegum samskiptum við hrokafulla, unga karla af hans eigin kalíberi. …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    3,5 stjörnur af 5
    Dogmatísk samblanda um pólitík höfundar sem segir hér frá skoðun sinni á réttdræpu ídjót að hans mati og vina sinna.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár